Upphitun: Lokaleikur tímabilsins

Síðasti leikur tímabilsins verður leikinn á Laugardaginn, Þegar okkar menn ferðast suður fyrir heiðar og heimsækja Kópavogsvöll, eða nánar tiltekið HK. Leikurinn hefst kl 14:00 og eru allir KA menn fyrir sunnan jafnt sem fyrir norðan hvattir til að skella sér á leikinn og hvetja strákanna í síðasta sinn þetta tímabilið.


Liðin mættust síðast 14.Júlí síðastliðinn á Akureyrarvelli, KA komst yfir á 37 mínútu leiksins en HK-ingar gáfust ekki upp og skoruðu 3 mörk í seinni hálfleik, og lokastaðan því 1-3.

HK

Liðinun gekk ekkert sem best á fyrri hluta tímabilsins en eftir að þeir endurheimtu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson þá hefur liðið aðeins tapað 1 leik, Gunnleifur hefur komið með mikið sjálfstraust inní liðið eins og gefur að skilja, enda ekki á hverjum degi sem landsliðsmarkvörður spili í næst efstu deild. Það eru ákveðin vonbrigði fyrir HK-inga að komast ekki upp í ár, en liðið féll síðasta haust og líkt og ÍA var stefnan sett beint upp en léleg byrjun gerði það að verkum að 3 sætið er það hæsta sem þeir komast þetta árið.

 

KA

4.sætið er það hæsta sem KA getur náð þetta árið sem eru ákveðin vonbrigði, miðað við spila mennsku liðsins framan af tímabili,en hæst sat liðið í 2.sæti. Það er ljóst að meiðsli Norbert Farkas hafi haft einhver áhrif á liðið því ekkert hefur gengið síðan varnarmaðurinn sleit krossband í fyrri leiknum geng HK. Strákarnir sýndu samt sem áður frábæran karakter í síðasta leik þegar þeir lögðu Víking 2-1, eftir að hafa lent undir og náð svo að skora tvö mörk á síðustu 8 mínútunum, en það má segja það að KA menn hafi ekki alveg verið þetta klassiska comeback lið í gegnum tíðina. Ef KA tapar stigum gegn HK gæti sá  sérkennilegi atburður átt sér stað að góðvinirnir úr 603 næðu að komast upp fyrir, því er best að leggjast á bæn og biðja æðri máttarvöld um aðstoð.

_____________________________________________________________________________________

Lokaumferðin.

lau. 19. sep. 09 14:00 Víkingur R. - ÍR Víkingsvöllur Dómarar    

lau. 19. sep. 09 14:00 Þór - Haukar Þórsvöllur Dómarar    

lau. 19. sep. 09 14:00 Víkingur Ó. - Fjarðabyggð Ólafsvíkurvöllur Dómarar    

lau. 19. sep. 09 14:00 Selfoss - ÍA Selfossvöllur Dómarar    

lau. 19. sep. 09 14:00 Leiknir R. - Afturelding Leiknisvöllur Dómarar    

 

Hans Kristján Scheving mun sjá um flautuna í leiknum og þeir Sindri Kristinsson og Ingi Freyr Arnarsson munu sjá um línuvörslu.

-Jóhann Már