Leikurinn fór róelga og fyrsta hálftíman gerðist voðalega lítil, KA aðeins sterkari en náðu þó ekki að skapa sér alvöru færi, en það voru Víkingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 33.mínútu þegar Kristinn Jóhannes Magnússon fékk boltann fyrir utan vítateig og lét ekki deigan síga og lét vaða á markið, og boltinn söng uppí samúel, óverjandi fyrir Sando Matus í marki KA.
En KA menn vöknuðu aðeins til lífsins eftir þetta og voru töluvert betri það sem eftir lifði hálfleiksins, á 44 mínútu voru þeir í tvígang nærri því að jafna metin, en Dean Martin slapp einn í gegn en varnarmaður Víkings fórnaði sér frábærlega fyrir skot Dínó, og fór boltinn í horn, hornið tók Díno og náði hann flottum bolta á nær svæðið þar sem fyrirliðinn Arnar Már stóð og náði að henda kollinum fyrir boltann, en varnarmaður Víkings en og aftur vel með á nótunum og bjargaði á línu, en fleiri urðu færin ekki í fyrri hálfleik og því héldu Víkings menn með 1-0 forystu til búningsherbergja
Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og á 48 mínútu átti Magnús Þormar flottann sprett upp völlinn sem endaði með flottu skoti, en boltinn fór í þverslánna.
Eftir það tóku KA menn leikinn í sínar hendur og voru mikið mun sterkari það sem eftir lifði, frábær barátta og flott pressa borgaði sig svo loksins á 85.mínútu þegar Víkingar komu boltanum ekki í burtu, og boltinn barst á Arnar Má Guðjónsson sem hamraði boltann í slánna og inn, frábært mark hjá Arnari en þetta var aðeins hans annað mark á tímabilinu,
KA menn héldu pressunni áfram og á 92.mínútu náði Dínó flottum bolta fyrir, beint á hausinn á hinum unga og efnilega Orra Gústafssyni, sem hafði komið inná sem varamaður, sem skallaði boltann af stakri prýði í netið. Þetta var það síðasta sem gerðist í leiknum og því hrósuðu KA menn flottum 2-1 baráttu sigri.
-Jóhann Már Kristinsson