Umfjöllun: Selfoss - KA

Á þriðjudag mættust KA og Selfoss á heimavelli þeirra síðarnefndu en þeir fóru með 2-1 sigur af hólmi í flottu fótboltaveðri á Selfossi.

Selfoss 2-1 KA
1-0 Sævar Þór Gíslason ('29)
2-0 Henning Eyþór Jónasson ('70, víti)
2-1 Andri Fannar Stefánsson ('84)

Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrslan
Deildin á KSÍ.is

Sandor

Haukur Hei. - Elmar (F) - Janez - Hjalti
Norbert
Dean M. - Arnar M. - Andri F. - Steinn G.

Gyula

Varamenn:  Sveinn Elías(Steinn G., 71mín), Þórður Arnar, Kristinn Þór, Arnór Egill, Orri G.

Það var blíðskaparviðri þegar Selfyssingar tóku á móti KA-mönnum en fyrri leikur liðanna fór 2-2 á Akureyrarvellinum í byrjun sumars.

Það voru heimamenn sem komust yfir á 29. mínútu eftir hornspyrnu. Boltinn barst út í teig á hinn mikla markahrók Sævar Þór Gíslason sem var einn og óvaldaður og skoraði af öryggi.

KA-menn náðu að taka boltann niður og spiluðu oft á tíðum mjög vel en það vantaði eins og of oft áður í sumar að klára sóknirnar almennilega. Liðið átti fullt af hálffærum í fyrri hálfleik sem og í þeim síðari sem einfaldlega vantar að klára.

Það voru því Selfyssingar sem skoruðu næsta mark leiksins, á 70. mínútu. Þar var að verki Henning Eyþór Jónasson úr vítaspyrnu eftir að Norbert hafði brotið af sér klaufalega.

Andri Fannar náði þó að klára í bakkann með fínu marki eftir flott spil en það dugði ekki og niðurstaðan 2-1 tap á Selfossi.

Næsti leikur er gegn Haukum á Ásvöllum á gervigrasinu þar og vonandi að liðið nái að koma sér á beinu brautina þar.