Umfjöllun: Selfoss - KA (Myndir + myndbrot)

Í síðustu viku komu Selfyssingar norður í æfingaferð og léku æfingaleik við KA-menn en skemmst er frá því að segja að KA fór með 3-1 sigur af hólmi í prýðilegum leik.

Hægt er að sjá myndbrot af öllum mörkum KA í leiknum - tengill á það er fyrir aftan hvert mark.

KA 3 - 1 Selfoss
1-0 Dean Martin (Myndband af markinu hér)
2-0 Norbert Farkas (Myndband af markinu hér)
2-1 Selfoss
3-1 Guðmundur Óli Steingrímsson (Víti)  (Myndband af markinu hér)

Sandor

Túfa - Norbert - Sigurjón - Ingi F.

Dean M. - Guðmundur Ó. - Arnar M. (F) - Steinn G.
Andri F.
Bjarni P.


Varamenn: Hjalti Már Hauksson, Arnór Egill Hallsson, Ómar Friðriksson, Jakob Hafsteinsson, Sveinbjörn Már Steingrímsson, Haukur Hinriksson, Kristján Freyr Óðinsson.

Leikurinn var tiltölulega jafn til að byrja með en þeir gulklæddu náðu þó undirtökunum þegar fyrri hálfleikurinn var u.þ.b. hálfnaður og þá kom fyrsta markið. Dínó vann boltann á sínum eigin vallarhelmingi og brunuðu KA-menn upp í skyndisókn sem endaði með marki frá Dínó og KA-menn komnir í 1-0.

Örskömmu síðar skoraði Ungverjinn Norbert Farkas svo með skalla eftir vel útfærða hornspyrnu og staðan 2-0.

Í síðari hálfleik náðu Selfyssingar svo að minnka muninn með skallamarki en síðan fengu KA-menn vítaspyrnu sem Guðmundur Óli skoraði úr og lokastaða 3-1.

Liðið lék ágætlega í þessum leik en þessi lið verða saman í deild í sumar. Næsti leikur KA-liðsins er nágrannaslagur gegn Þór í Lengjubikarnum á mánudaginn nk.