Það var blíðskapar verður í 603 þegar KA sótti Þórsara heim. Leikurinn fór fram á Frjálsíþróttavellinum við Skarðshlíð en þetta var opnunarleikurinn á vellinum.
Fyrir leikinn höfðu Þórsarar unnið 3 leiki í röð og KA menn unnu topp lið Selfoss í leiknum á undan, þannig fyrir fram mátti búast við hörku leik eins og er alltaf þegar að þessi lið mætast.
Gangur leiksins:
1-0 Mattías Örn Friðriksson (\'9)
2-0 Einar Sigþórsson (\'23)
2-1 David Disztl (\'26)
2-2 Dean Martin (\'71)
3-2 Ármann Pétur Ævarsson (\'89)
Byrjunarlið KA:
Sandor Matus
Haukur H Þorri Sveinn Þórður Arnar Hjalti
Arnar Már Andri Fannar
Dean Guðmundur Óli Bjarni P
David Disztl
Bekkur: Sandor Forizs(58 mín Guðmundur Óli) Hallgrímur Már Steingrímsson, Steinn Gunnarsson (45 mín Bjarni Pálmason), Sigurjón Fannar Sigðursson, Orri Gústafsson (76 mín David Disztl)
Þórsarar byrjuðu leikinn mun betur, á 6. mín kom fyrsta skotið en það var Einar Sigþórsson sem átti skot yfir markið eftir sendingu frá Hreini Hringssyni.
1-0 Það voru þórsarar sem skoruðu fyrasta markið, Hreinn Hringsson kemur með sendingu frá hægri inní teginn þar sem Mattías Friðriksson er staddur og afgreiðir hann boltann snirtilega í markið og staðan þar með orðin 1-0 fyrir þór og skoraði Matthías þar með fyrsta markið á Frjálsíþróttafelli UFA.
KA menn áttu mjög erfitt með að ná upp spili og var mikið um misheppnaðar sendingar þar sem menn voru mikið að senda fyrir aftan samherja sína.
Fyrsta færi KA mann kom síðan á 15 mín þegar Dean Martin tekur aukaspyrnu frá hægri sem fer beint á hausinn á David Disztl sem á máttlausan skalla framhjá.
2-0 Þórsararnir komust síðan í 2-0 þegar þórsarar fá að spila boltanum á milli sín inní okkar teig, boltin berst svo að lokum út á Einar Sigþórsson sem afgreiðir boltan í netið.
Eftir seinna mark þórsara ákveða KA menn að byrja leikinn, 2-1 þeir ná góðri sókn upp vinstri kanntinn sem endar með því að Guðmundur Óli sendir boltann inná David Disztl sem er staddur inní teik Þórsara, hann leikur á 2 varnarmenn og setur boltann á milli varnarmanna og markmanns þór sem standa varnarlausir fyrir framan hann og skorar.
Aðeins mínútu eftir markið hefðu KA menn getað skorað annað mark þegar Guðmundur Óli var staddur einn á móti varnarmanni Þór fyrir framan vítateigin en varanamaður Þórsara var klókur og tók boltan af honum.
KA menn duttu aðeins niður eftir þetta og Þórsarar tóku aftur stjórnina á vellinum. Mattías átti gott skot sem Sandor ver og síðan fær Einar langa sendingu og fær að taka boltann niður og skítur rétt framhjá. Síðan eiga þórasara skalla í slá eftir hornspyrnu frá Linta.
Staðan í hálfleik 2-1
Það var alveg á hreinu að ef KA menn ætluð sér eitthvað útúr þessum leik þá þyrfut þeir að gyrða sig alla verulega í brók.
Sú var raunin og KA menn komu mun ákveðnari til leiks í seinni
hálfleik. Steinn Gunnars kom inn fyrir Bjarna Pálma sem hafði
lítið sýnt í fyrri hálfleik. Á 58 mín kemur síðan Sandor
Zoltan inn fyrir Guðmund Óla.
Fátt marktækt gerðist í seinni hálfleik fyrren á 61 mín þegar að Hjalti kemur með sendingu inní teig, David skallar boltann áfram þar sem Arnar Már er staddur í þrögu færi við endalínu og þrumar botanum yfir markið.
2-2 KA menn fá hornspyrnu eftir mikinn dugna í Stein Gunnars. Dean Martin tekur stutt horn með Arnari Má sem sendir aftur á Dean sem skorar með laglegu skoti á nærstöng. Þetta kom markverði Þórsara í opna skjöldu enda hefur hann búist við fyrirgjöf.
Orri Gústafsson kemur síðan inn fyrir David Disztl. Orri kom sterkur inn og fékk laglegt færi stuttu eftir að hann kemur inná en markmaður Þórs ver vel.
3-2 Það voru síðan Þórsarar sem áttu síðasta orðiði í leiknum. Hreinn Hringsson fær botlann á vinstri kanntinum kemst upp að endanlínu þar sem að Þórðrur Arnar missir hann framhjá sér, sendir boltann út þar sem Ármann Pétur Ævarson kemur á ferðinni og smellir botlanum í netið.
Eftir þetta gerðist voðalega lítið og Þór fer með sigur af hólmi 3-2.
Það verður að segjast að vörnin hjá KA var mjög tæp í leiknum og átti erfitt með að verjast snöggum sóknarmönnum Þórs.
Jákvæðasta í kringum leikinn:Það jákvæðast var klárlega þegar að það var sett íslandsmet í 60 m hlaupi í hálfleik og þegar að Doddi Makan (Þorvaldur Makan ) kom inná í hálfleik og sýndi listir sínar. Hann þurfti því miðurað yfirgefa völlinn og var liðsmaður Vinir Sagga í seinni hálfleik.
Einnig verður að segjast að Saggarnir unnu stúkuna skuldlaust en þei voru fjölmennir á leiknum og létu vel í sér heyra að vanda.
- Egill Ármnan Kristinsson