Umfjöllun: Víkingur Ó - KA

Úr leik liðanna síðasta sumar
Úr leik liðanna síðasta sumar
Það var tilhlökkun í mönnum þegar leikur KA og Víkings frá Ólafsvík hófst á Ólafsvíkurvelli í gær því að með sigri var ljóst að við KA menn gætum farið í þriðja sæti deildarinnar.



Víkingur Ó. 0 - 3 KA
0-1 David Disztl ('2)
0-2 Sandor Zoltan Forisz ('63)
0-3 David Disztl ('83)


Leikskýrsla
Staðan í deildinni



Sandor

Haukur H. - Norbert - Þórður - Hjalti M.
Dean M. - Túfa - Arnar M. (F) - Guðmundur Ó.
Andri F.
Disztl



Varamenn: Sandor Zoltan Forizs(Andri F., 57. mín), Bjarni Pálmason, Ingi Freyr Hilmarsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson(Dean M., 87. mín), Orri Gústafsson(Arnar Már, 91. mín)

Leikurinn var vart hafinn þegar að við KA menn geystumst í sókn sem endaði með því að David Disztl skoraði - og það ekki nema eftir tæpar 2 mínútur. Markið var þannig að einn Víkinganna braut af sér, við KA menn tökum spyrnuna sem fer inn í teig, þaðan er boltinn skallaður að marki Víkinga, markvörður þeirra ver út í teiginn en David fylgir vel eftir og skorar örugglega. 0-1.

Næsta hálftímann sóttu Vîkingar öllu meira en okkar menn en seinustu 15 mínútur fyrri hálfleiksins áttu okkar menn fína spretti, m.a. áttu okkar menn hörkusókn sem hefði getað skilað marki eftir um 40 mínútna leik. Leikurinn þó enn tiltölulega jafn í hálfleik og ljóst að enn væri töluvert í að stigunum væri landað. 0-1 í hálfleik.

Þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik voru okkar menn ráðandi á vellinum og áttu m.a. 3 horn í röð og pressuðu töluvert á Víkinga. Eftir um sjötíu mínútur þá skilaði pressa okkar manna marki þegar að Sandor Zoltan Foricz skoraði örugglega eftir hornspyrnu. Fast skot sem markvörður þeirra Ólafsvíkinga átti lítinn möguleika á að verja. 0-2.

Áfram hélt pressan og fór hún greininlega í taugarnar á Vîkingum en barátta þeirra dvínaði töluvert þegar leið á leikinn. Á 82. mínútu á varnarmaður Víkinga dapra sendingu aftur á markvörð Víkinga, David Disztl kemst á milli og framhjá markverðinum og leggur boltann í autt markið. 0-3 og stigin komin í hús.

Eftir leikinn erum við KA menn komnir með 14 stig í 3. sæti deildarinnar. Markatalan er 8-2 eftir 8 leiki sem segir að liðið sé að skora að meðaltali 1 mark og fá á sig 0,25 í leik. Leikurinn í gær var því óvenju mikill markaleikur og vonandi ávísun á framhald.

Næsti leikur er við ÍR á miðvikudagskvöldið á Akureyrarvelli kl. 19.15 - hvetjum við alla KA menn til að mæta og styðja sitt lið í toppbaráttunni.