KA lék í 10. umferð 1. deildar karla í kvöld við Viking í Reykjavík. Fyrir leikinn voru KA menn í 3. sæti og áttu möguleika
á að komast upp fyrir Hauka í 2. sætið með sigri á heimamönnum sem aftur voru í 10. sæti.
Víkingur R. 1 - 0 KA
1 - 0 Chris Vorenkamp ('27)
Sandor
Haukur H. - Sandor - Þórður - Hjalti M.
Dean M. - Túfa - Arnar M. (F) - Guðmundur Ó.
Andri F.
Disztl
Varamenn: Bjarni Pálmason, Ingi Freyr Hilmarsson, Steinþór Már Auðunsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Orri
Gústafsson.
Víkingar hófu leikinn af krafti og virtust norðanmenn ekki vera mættir til leiks fyrstu mínúturnar. Á 3. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu
á hættulegum stað en spyrnu Jökuls Elísabetarsonar varði Sandor vel í horn. Örfáum mínútum síðar fengu þeir gott
skallafæri en aftur var Sandor vel á verði í marki KA manna. Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta og ekki litu mörg færi dagsins ljós
fyrr en á 27. mínútu að Cristopher Steven Vorenkamp stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 1-0. Mínútu síðar átti Arnar
Már skot fram hjá eftir sendingu Hauks Heiðars og tveimur mínútum síðar átti Jakob Spangsberg góðan skalla eftir hornspyrnu en Sandor
varði frábærlega. Bæði lið áttu ágætis spretti fram að leikhléi en KA menn voru þó töluvert meira með boltann og
leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Víkinga. KA mönnum tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim sóknum sem
þeir fengu og því gengu þeir til búningsherbergja marki undir 1-0.

Þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti Haukur Heiðar fína fyrirgjöf af hægri vængnum sem Arnar
Már skallaði í slá, óheppnir KA menn þar. KA menn lágu talsvert á Víkingum í síðari hálfleik og á 63.
mínútu átti Andri Fannar skot fram hjá eftir þunga pressu KA manna. Víkingar áttu líka sínar sóknir og á 69.
mínútu sigldi skalli eins þeirra framhjá eftir aukaspyrnu. Á 75. mínútu átti Guðmundur Óli gott skot rétt yfir mark heimamanna
eftir innkast frá Inga Frey sem hafði komið inná fyrir Hjalta Má skömmu áður. Sjö mínútum fyrir leikslok lét ungverjinn David
Diztl til sín taka er hann skallaði knöttin í stöngina, óheppnin elti KA menn. Síðustu míntúr leiksins lágu KA menn töluvert
fast á Víkingum sem héldu sér til baka og vörðust fimlega allt til loka og uppskáru 3 stig, lokatölur 1-0 Víkingum í vil.
KA menn voru slakir í dag, voru ekki mættir til leiks í fyrri hálfleik og nýttu ekki færin í þeim síðari og því fór
sem fór. KA menn voru ekki par sáttir við dómara leiksins, Eyjólf Kristinsson, töldu að brotið hafi verið á Sandor í marki
Víkinga og gerðu tilkall til vítaspyrnu undir lok leiksins þegar boltinn að því er virtist fór í hönd eins varnarmanns Víkinga. KA
menn voru þó sjálfum sér verstir í dag og ljóst er að spilamennskan þarf að vera betri til að þeir geti halað inn þau stig
sem þarf til að komast upp í ár. Næsti leikur er heima gegn HK, þriðjudaginn 14. júlí og þar er um sex stiga leik að ræða
í toppbaráttunni. Allir á völlinn og áfram KA!
- Ólafur Arnar Pálsson