KA-menn endurheimtu fjórða sætið með 3-2 sigri á Leikni í Breiðholtinu á laugardaginn en upphaflega átti leikurinn að fara fram deginum
áður en vegna veðurs komust KA-menn ekki suður þá.
Leiknir R. 2 - 3 KA
0-1 Norbert Farkas ('19)
0-2 Andri Júlíusson ('45)
0-3 Andri Júlíusson ('58)
1-3 Hilmar Árni Halldórsson ('56)
2-3 Halldór Kristinn Halldórsson ('66)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Staðan í deildinni
Leikskýrslan
Sandor
Janez - Elmar (F) - Norbert - Hjalti
Túfa
Andri Júl. - Dean M. - Arnar M. - Ingi Freyr
Gyula
Varamenn: Davíð Rúnar Bjarnason, Kristinn Þór Björnsson, Magnús Blöndal(Hjalti Már, 71mín), Orri
Gústafsson(Gyula Horvarth, 46mín), Arnór Egill Hallsson.
Liðið var nokkuð breytt frá seinasta leik, Haukur Heiðar var erlendis með U18

ára landsliðinu ásamt Andra Fannari og fór Janez í
hægri bakvörðinn í stað Hauks. Þá fór Norbert í miðvörðinn og Dínó færði sig inn á miðjuna með
Andra Júl á hægri kantinum og Inga Frey á þeim vinstri og Júlla á toppnum.
Annað var óbreytt, Túfa og Arnar Már á miðjunni og Sandor á sínum stað á milli stanganna.
Okkar maður á vellinum forfallaðist en samkvæmt heimildum síðunnar var fyrri hálfleikurinn virkilega vel leikinn en það sést bersýnilega
á því að staðan var 2-0 í hálfleik fyrir okkar mönnum með mörkum frá Nobba og Andra Júl.
Svo virðist sem í þeim síðari hafi eitthvað kæruleysi komið upp og við hleypt Leiknismönnum sem standa nú í harðri
fallbaráttu heldur nálægt okkur en í hálfleik fór Júlli útaf meiddur og inn fyrir hann kom hinn ungi Orri Gústafsso

n. Einnig kom Magnús Blöndal, annar ungur
leikmaður, inn á í leiknum en til gamans má geta þess að bekkurinn var einungis skipaður leikmönnum úr öðrum flokki og þá
vantaði þrjá sem hafa verið fastamenn í hópnum í sumar, þá Andra Fannar, Hauk Heiðar og Stein Gunnarsson sem var einnig erlendis á
laugardaginn.
Góður útisigur og fjórða sætið orðið okkar. Næsti leikur er svo stórleikur gegn nágrönnum okkar í Þór
á Akureyrarvellinum á miðvikudaginn nk. Nánar um hann síðar.
Til að sjá myndaveislu úr leiknum skal smella
hér eða einfaldlega fara á
myndasíðuna hér til vinstri.