Fjórir leikmenn skrifuðu undir í dag

Bjarni-Darren-Stubbur-Brian-Mads-Nelson
Bjarni-Darren-Stubbur-Brian-Mads-Nelson
Penninn var á lofti í KA heimilinu í dag þar sem Bretarnir Brian Gilmour og Darren Lough voru að semja aftur við félagið. Brian hefur verið hjá KA síðan í júlí 2011 en Darren kom til félagsins fyrir síðasta sumar. Ásamt þeim félögum skrifaði Daninn Mads Rosenberg, sem kom á reynslu í janúar, undir samning. Þessir þrír sömdu allir við KA út komandi leiktíð.  Það var síðan Steinþór "Stubbur" Auðunsson sem samdi við KA til næstu þriggja ára.

Darren Lough f. 1989, spilaði 24 leiki með KA síðasta sumar í deild og bikar, þar skoraði hann 1 mark sem var einmitt sigurmarkið á móti Þór á Akureyrarvelli. Darren átti flott sumar 2012. Hann getur leyst allar varnarstöðurnar.

Brian Gilmour f. 1987, hefur leikið 28 leiki fyrir KA á 1 1/2 tímabili í deild og bikar, þar hefur hann skorað 7 mörk sem öll komu síðasa sumar. Gilmour var dáltið frá sinu besta síðasta sumar þar sem meiðsli settu meðal annars dáltið strik í reikninginn. Hann er kominn aftur og stefnir á að bæta fyrir síðasta sumar. Brian er miðjumaður

Mads Rosenberg f. 1986, kom til KA á reynslu í janúar. Sagan segir að það hafi verið erfitt að sannfæra hann þangað til að hann fór á 85 ára afmæli KA og þá hafi þetta verið klárt. Mads er stór og fjölhæfur leikmaður en hann getur leikið á miðjunni, sem hafsent og jafnvel sem bakvörður. Við Bjóðum Mads velkominn til félagsins.

Steinþór Már "Stubbur" Auðunsson
f. 1990, er að koma til baka eftir smá flakk. Hann hefur síðustu ár leikið með Völsungi og Dalvík/Reyni.  Steinþór er uppalinn KA maður sem hefur verið að safna að sér reynslu með því að spila mikið. Steinþór hefur leikið 64 meistaraflokks leiki fyrir KA,  Völsung og Dalvík/Reyni. Steinþóri er ætlað að slá Sandor Matus úr marki KA manna og er mjög líklegt að Stubbur eigi eftir að veita honum góða samkeppni.

Bjarni Jóhannsson þjálfari lýsti yfir mikilli ánægju með að þessir fjórir einstaklingar væru að skrifa undir samning. Okkar plön um það að vera klárir snemma með liðið séu að takast og þetta væri stórt skref í þá átt að klára að fylla upp í hópinn.

KA menn eru samt ekki hættir á markaðnum en þeir eru þessa stundina að leita að framherja og það gæti verið að eitthvað muni skýrast með það um miðjan febrúar.