Ungir KA-krakkar fylgja leikmönnum inn á völlinn

Í sumar munu ungir krakkar sem æfa fótbolta í yngri flokkum KA fylgja leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn fyrir leiki.

Á morgun, í stórleiknum gegn Þór, munu Halldóra Snorradóttir úr 6. flokki kvenna og Björn Helgi Björnsson úr 7. flokki karla ríða á vaðið og leiða liðin inn á völlinn.

Við vonum að þetta verði skemmtileg viðbót fyrir umgjörð heimaleikjanna og munu krakkarnir án efa hafa mjög gaman að þessu.