Ungri knattspyrnukonu komið á óvart
20.08.2008
- Rakel Hönnudóttir gefur landsliðstreyjuna sína
Á laugardaginn unnu stelpurnar í sjötta flokki KA það afrek að verða Hnátumeistarar KSÍ á Norður- og Austurlandi en það var
eitt atvik sem skyggði á sigurgleði stelpnanna.
Í úrslitaleik keppninnar gegn Hetti þegar lítið var eftir lenti Margrét Selma
Steingrímsdóttir einn liðsmanna liðsins í
því leiðinlega atviki að fótbrotna og neyðast til að fara upp á sjúkrahús áður en leiknum lauk. Svo fór að KA-stelpurnar
unnu leikinn 3-0 og tryggðu sér þar með titilinn og átti Rakel Hönnudóttir, A-landsliðskona, að veita verðlaunin að loknum
úrslitaleiknum.
Henni þótti ansi leitt að Margrét Selma, sem er dóttir Steingríms Arnar Eiðssonar aðstoðarþjálfara KA í knattspyrnu, gæti
ekki tekið þátt í fögnuðinum og ekki tekið við sigurlaununum með liðsfélögum sínum og ákvað þá að
heimsækja hina efnilegu knattspyrnustelpu og færa henni landsliðstreyju að gjöf og sjá hvernig hún hefði það.
Margrét segist staðráðin í að klæðast henni síðar en hún hefur farið á marga leiki með Þór/KA í sumar.
Hún hefur einnig spilað á fullu með A-liði sjötta flokks KA en þær hafa náð frábærum árangri í sumar. Annað
sæti á bæði Landsbankamóti Tindastóls og svo Símamóti Breiðabliks. Í bæði skiptin töpuðu þær fyrir
Blikastelpum í úrslitum.
Þetta var frábært framtak hjá Rakeli en við óskum Margréti skjótum bata og vonumst til að sjá hana sem fyrst á
KA-svæðinu, í fótboltaskóm og klára í slaginn aftur.