Ungverskur framherji til KA (Staðfest)

Í vikunni gekk framherjinn Gyula Horvarth til liðs við KA-menn en hann hafði verið á reynsluæfingum hjá liðinu í þónokkra daga áður en ákveðið var að semja við kappann út tímabilið.

Hann er 33 ára gamall og lék síðast með liði í heimalandinu, Ungverjalandi, en hann hittir hér samlanda sína, hinn sterka markvörð Sandor Matus og Norbert Farkas.

Gyula Horvarth eða Júlli eins og hann er einfaldlega kallaður hefur fengið leikheimild með liðinu og allt eins líklegt að hann fái að spreyta sig í einhverjar mínútur gegn Fjarðabyggð á morgun.

Á myndinni situr Júlli í sófanum í KA-heimilinu.