Upphitun: Hvað segir Andrés?

Andrés Vilhjálmsson verður Sérfræðingur KA í komandi tímabili
Andrés Vilhjálmsson verður Sérfræðingur KA í komandi tímabili
KA-maðurinn góðkunni, Andrés Vilhjálmsson sem lék með liðinu fyrri hluta tímabilsins í fyrra áður en hann sleit krossbönd gegn Selfossi, fluttist í vetur til Noregs og verður því ekkert með liðinu í sumar, hann mun hins vegar fá annað hlutverk fyrir félagið og verður okkar sérfræðingur fyrir leiki og spáir í spilin. KA mætir ÍR á morgun og hvað segir Andrés um þá viðureign? 


"Eftir að hafa fylgst med KA-liðinu úr fjarlægð á undirbúningstímabilinu og með tilkomu nýrra leikmanna þá tel ég að það sé komin gífurlega góð blanda af reynslumiklum leikmönnum með KA-hjarta sem og ungum hæfileikaríkum leikmönnum (hafiði heyrt þennan áður?). Med þessu sagt þá tel ég að við eigum eftir að standa okkur vel á þessu tímabili. Undir handleiðslu Gunnlaugs Jónssonar og með þeirri staðreynd að mikilvægt sé að byrja leiktímabilið vel þá tel ég að leikurinn fari 2-0 fyrir okkar mönnum. Jóhann Helgason setur fyrra markið úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleik og Elmar Dan Sigþórsson setur hann i lokin med nefinu," sagði Andrés en lofaði að við fengjum lengri og skemmtilegri ræður frá honum í komandi leikjum, hann væri bara með fólk í mat og hefði lítinn tíma.


Allir á völlinn kl 14:00 á morgun!!