Á morgun(föstudag) tekur KA á móti ÍR í 2.umferð 1.deildar karla í knattspyrnu. Þetta er jafnframt fyrsti heimaleikur KA á tímabilinu, leikurinn fer fram í Boganum eins og felstir vita enda mikið fjaðrafok verið útaf þeirri ákvörðun Þórs að leyfa ekki KA að leika á sínum velli.
Spáð er 5 stiga frosti, norðan átt og snjókomu, þannig réttið upp hönd þið sem mynduð mæta á Þórsvöll í því veðri, ég er allavega meira til í 13 stiga hita í Boganum og stemmingu sem rífur þakið af og berst ekki með vindinum út fjörðinn.
KA gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik gegn Leikni í breiðholtinu, KA menn fengu aragrúa af færum í fyrri hálfleik og voru óheppnir/klaufar að vera ekki 3, 4-0 yfir í hálfleik, en samt sem áður gott stig á verulega sterkum útivelli.
ÍR fór í heimsókn á Ísafjörð og byrja því á tveimu lengstu ferðalögunum, sem hlýtur að vera fínt að klára það af. En þeir náðu 3 stigum á velli Guðjóns Þórðarsonar eftir að hafa fengið vægast sagt umdeilt víti í lok leiks og klárað þannig leikinn 2-1, vítið var umdeilt af þeim sökum að fyrirgjöf kom frá kantinum og small í andliti ísfirðings en dómarinn sá sig tilneyddan til að dæma víti.
Þeim er spáð tveim sætum ofar en KA í deildinni eða 7.sæti, en fyrrum leikmaður KA, (og núverandi þjálfari Þórs) Páll Viðar Gíslason spáði í leikinn fyrir fotbolti.net og hann spáði 3-0 sigri KA og sagði “KA menn eru með hættulega framherja og þeir verða illviðráðanlegir í þessum leik í Boganum. Þeir eru svo sáttir við að vera inni en ekki úti í kuldanum að þeir vinna þetta örugglega 3-0.”
Liðin hafa 6 sinnum mæst í deild áður og hefur KA unnið alla 3 heimaleikina en tapað jafnframt öllum 3 útileikjunum, mikið hefur verið skorað í leikjum liðanna og þá sérstaklega á Akureyrarvelli, í fyrra sigraði KA 3-2, 2009 sigraði KA 5-3 og 2001 sigraði KA 6-0. Ágætis tölfræði sem stendur þarna með okkur KA mönnum.
Endilega allir að mæta á völlinn það verður ekki kalt því skal ég lofa! gríðarleg stemming og verður nýtt stuðningsmannafélag KA kynnt sem á eftir að láta heyra í sér á morgun, en þrátt fyrir að einhverjir ætli að láta heyra í sér þýðir það ekki að ÞÚ sleppir! allir verða að hvetja og kalla, sjáum hvað Boginn þolir. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og kostar 1000 kr inn, mætið tímalega því það er aldrei að vita nema Eyfi mæti á svæðið fyrir leik.
ÁFRAM KA
Fyrir neðan er smá tilraunar auglýsing sem ég gerði fyrir leikinn!