Úr leik liðanna árið 2004. Heimir Guðjónsson var þá fyrirliði FH en er nú þjálfari þeirra.
Okkar menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á morgun þegar þeir halda til Hafnarfjarðar til þess að leika gegn
Íslandsmeisturum FH í 8 liða úrslitum í VISA bikarkeppni KSI.
Leiknum sem var flýtt vegna þátttöku FH-inga í forkeppni Meistaradeildar hefst kl 18.
Við eigum ánægjulegar minnar frá viðureignum okkar gegn FH í bikarnum og má nefna að árið 2001 lékum við gegn þeim og
hrósuðum sigri 0-3 í frábærum leik þar sem Hreinn Hringsson, Ívar Bjarklind og Þorvaldur Makan skoruðu mörk okkar.
Árið 2004 lékum við svo aftur gegn Fimleikafélaginu og nú var það mark Hreins Hringssonar sem gerði gæfumuninn í 0-1 sigri okkar
manna.
FH liðið þarf ekki að fara mörgum orðum um, liðið er eitt það sterkasta á landinu og ljóst að verkefnið er stórt en
langt frá því að vera óviðráðanlegt. Nefna má að FH náði jafntefli við okkur 3-3 í deildarbikarnum í vor
í leik sem Andri Fannar skoraði þrennu í.
Við höfum allt að vinna og það er gaman fyrir okkar menn að fá að leika gegn liðið eins og FH á frábærum velli þeirra.
Náum við að sýna okkar rétta andlit er ljóst að um hörkuleik verður að ræða og ljóst að úrslit
eru ekki ráðin allavega ekki svona fyrirfram.
- GN