Upphitun: Fjarðabyggð - KA

Á  föstudaginn 11. júní fara KA menn austur á land og heimsækja Fjarðabyggð. Leikurinn verður á grasinu á Eskifirði þar sem engin sæti eru fyrir áhorfendur. Leikar hefjast klukkan 20:00 og vonandi að KA-menn nái stigum þar. Síðustu leikir hafa verið fínir og greinilega stígandi í leik liðsins svo allt stefnir í hörkuleik.


Alls hafa liðin mæst átta sinnum frá árinu 2005. Oft hefur verið um að ræða mikla skemmtun enda segja tölurnar sitt um það. KA hafa reyndar betur í þessum viðureignum en ekki munar miklu.

Tölfræði:
KA     2 sigrar     5 jafntefli     1 tap     14-11
F.byggð  1 sigur      5 jafntefli      2 töp      11-14

Fjarðabyggð:
Fjarðabyggð var spáð níunda sæti í fyrstu deildinni af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar. Það er einusæti neðar en KA-mönnum var spáð. Þeir hafa ekkifariðvel af stað og eru í tíunda sæti deildarinnar með langt flest mörk fengin á sig eða fimmtán talsins í fimm leikjum sem gera þrjú mörk að meðaltali í leik. Ekki góð byrjun hjá austanmönnum.

Þrátt fyrir að hafa fengið á sig mörg mörk á tímabilinu þá spila þeir mikinn varnarbolta og byggja mikið upp úr föstum leikatriðum. Með menn eins og Jóhann Benediktsson geta þau verið stórhættuleg.  Fjarðabyggð mun líklega sækja mikið úr skyndisóknum á KA-menn og mæta þeim aftarlega.

Grunnur liðsins er búinn að haldast í nokkur ár og er nokkurnvegin sá sami og í fyrra. Markvörðurinn Srdjan Rajkovic er enn í liðinu sem og fyrirliðinn og varnarmaðurinn sterki Haukur Ingvar Sigurbergsson, fyrrum KA-maður en við tölum meira um hann á eftir. Mestur hluti liðsins er byggður á heimamönum en það er nokkuð ótraust enda um mjög unga leikmenn að ræða með litla reynslu.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar fyrir austan frá því á síðasta tímabili en þeir hafa misst fjóra leikmenn, þar á meðal Arnór Egil Hallsson aftur í KA. Aftur á móti hafa þeir fengið til sín fimm leikmenn.  Liðið hefur fengið til sín Hilmar Frey Bjartþórsson. Hann er fæddur árið 1992 og getur spilað kant og framherja. Þetta er mjög spennandi leikmaður sme hefur verið með líflegri mönnum Fjarðabyggðar í byrjun tímabilsins og vert að hafa gætur á honum.

Fjarðabyggð er með tvo þjálfara, þá Pál Guðlaugsson og Heimi Þorsteinsson. Páll verður í banni á móti KA eftir vesen í síðasta leik liðsins á móti ÍR. Fengu þá tveir leikmenn liðsins einnig spjald, annar þeirra lykilmaður að nafni Jóhann Ragnar Benediktsson. Fengu þeir allir þrír rautt spjald að leik loknum eftir að hafa látið einhver ummæli falla og slíkt um dómara leiksins.

Þorvaldur Örlygson, fyrrum leikmaður og þjálfari KA, tók við þjálfun Fjarðabyggðar árið 2006. Þá kom hann þeim upp í fyrstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2007 eftir að hafa unnið aðra deild árið áður. Eftir tvö vel heppnuð ár hjá félaginu skipti Þorvaldur og snéri sér að þjálfun efstu deildar félagsins Fram. Þar hefur hann verið að gera vel og skapað góðan hóp með góðan anda.

Mikil þjálfaraskipti hafa verið á síðustu árum hjá Fjarðabyggð og á síðustu fimm árum hafa alls sjö manns komið að þjálfun liðsins, einhverjir þeirra þó sem aðstoðarþjálfarar og slíkt. Mikil rótering á þessu getur haft áhrif á gengi liðsins og það að leikmenn nenni yfir höfuð að vera í röðum félagsins. Spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á brottför lykilmanna á síðustu árum.

Eins og áður kom fram hafa austanmenn Hauk Ingvar Sigurbergsson innan raða sinna. Fjarðabyggð hefur á síðustu árum fengið nokkra KA-menn til sín en einhverjir þeirra eru horfnir á braut aftur. Á þessu tímabili er þó aðeins Haukur Ingvar Sigurbergsson en Arnór Egill kom aftur til KA fyrir tímabilið. Haukur Ingvar spilaði fyrir KA á árunum 2004-2006 en snéri svo aftur heim og er nú skráður félagsmaður Þróttar á Neskaupsstað. Hann er uppalinn hjá félaginu.

Styrkleikar: Föst leikatriði eru einn helsti styrkleiki liðsins. Jóhann Ragnar skapar mikla hættu með föstum skotum, góðum sendingum og öflugum innköstum. Því miður fyrir Fjarðabyggð verður hann ekki með í leiknum. Reyndir þjálfarar stjórna liðinu og þeir spila vel skipulagðan bolta með hættulegum skyndisóknum sem ber að forðast. Skemmtileg stuðninsmannasveit setur einnig flotan svip á félagið.

Veikleikar: Lítil breidd og ungt lið með miðju sem stórt spurningamerki. Liðinu hefur vantað einhvern til að skora mörk en það hefur batnað með komu Arons Más sem hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum. Vandamál með breiddina að ef menn detta í meiðsli þá getur orðið erfitt að fylla í skarðið.

Lykilmenn:  Andri Hjörvar Albertsson, Aron Már Smárason, Srdjan Rajkovic.

KA:
KA-menn hafa byrjað tímabilið með mjög ólíku spili. Liðið byrjaði vel með sigri á Þrótti á útivelli en hefur síðan aftur á móti gert jafntefli á móti Gróttu heima og Njarðvík úti. Í síðustu tveimur leikjum liðsins hefur hinsvegar verið allt annað að sjá til liðsins. Þeir virðast vera mun efldari og hafa náð sigri og jafntefli gegn sterku liði HK-inga.

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur komið sterkur inn fyrir Túfa. Hallgrímur var settur á vinstri kantinn og Stubbs færður á miðjuna. Túfa er hinsvegar væntanlegur á næstu dögum eftir að hafa verið í meiðslum síðustu tvær vikur rúmlega.

Síðustu tveir leikir liðsins voru mikil skemmtun og liðið náði loksins að skora mörk. David Disztl náði loksins að skora en það virðist þó ennþá vanta nokkuð upp á hjá honum því hann sást ekki mikið eftir þetta mark sem kom á fyrstu mínútu leiksins. Fínt hjá honum samt að vera kominn á skotskóna og vonandi að hann fari að raða inn mörkunum líkt og á síðasta tímabili.

Miðja KA-manna hefur verið ógnandi í síðustu leikjum og skapað mikla hættu á vallarhelmingi andstæðingana. Dean Martin hefur verið líflegur en meiddist eitthvað lítillega í síðasta leik og verður með á föstudaginn.

Styrkleikar: Miðja og vörn KA-manna er mjög sterk sem og Sandor í markinu. Liðið spilar fínan fótbolta og gæti unnið flest lið á Íslandi á góðum degi. Fín breidd enda margir góðir ungir leikmenn sem geta komið inn í hópinn. Hættuleg föst leikatriði geta ollið vandræðum í teig andstæðingana og með David Disztl í lagi gæti liðið blandað sér í toppbáráttuna. Einnig eru Vinir Sagga lykilmenn í félaginu og oft tólfti maður vallarins.

Veikleikar:  Stöðugleiki og mörk eru oft veikleikar liðsins. Það hefur þó verið að batna í síðustu leikjum og liðið hefur verið að rífa sig upp. Stemningin fyrir fótboltanum er lítil hjá fólki og keki margir sem leggja leið sína á völlinn.

Lykilmenn: Sandor Matus, Haukur Heiðar Hauksson, Andri Fannar Stefánsson, Dean Martin.

Fjarðabyggð – KA, Eskifjarðarvelli, 20:00, fyrsta deild, allir þeir sem geta, mæta á völlinn og styðja gula og bláa!

ÁFRAM KA!