Það verða Fjölnismenn frá Grafarvogi sem taka á móti okkar mönnum í 18 umferð Íslandsmótsins í fótbolta.
Gestgjafar okkar sem eru í fimmta sæti með 28 stig eru í raun á fljúgandi siglingu og eygja von um sæti í efstu deild gangi allt upp hjá
þeim. Þeir hafa skorað 31 mark, fengið á sig 23.
Það var upphaf mótsins sem fór illa með Fjölnismenn en lið þeirra er mjög vel mannað, sumir segja að Ásmndur þjálfari
þeirra hafi yfir að ráða sterkasta hópnum í þessari deild. Ekki treystir pikkari sér til að dæma um það en vissulega er
Fjölnisliðið vel frambærilegt
Það er ljóst að þessi leikur verður erfiður fyrir okkur en ekkert verkefni er þannig að ekki sé ástæða til þess að
láta vaða. Þrír leikmenn verða í leikbanni, Andri, Stubbs, og Maggi Blö. Guðmundur Óli er frá vegna meiðsla og Jan verður
því miður ekki með. En við verðum ellefu gegn ellefu það er ljóst og nú fá menn tækifæri til þess að
láta ljós sitt skína.
Við höfum átt okkar bestu leiki gegn sterkari liðunum í sumar og því er ég bjartsýnn á að við náum að gera
góða hluti á Fjölnisvellinum.
KA sigraði í fyrri leik liðana sem leikinn var á Akureyrarvelli 18 júní s.l. með mörkum frá Andra, David, og Gumma Óla í
mjög góðum leik. Meira í þeim dúr takk fyrir.
Leikurinn sem eins og áður sagði hefst kl 14 verður dæmdur af Pétri Guðmundssyni, honum til aðstoðar verða Andri Vigfúson og Sigurhjörtur
Snorrason.
Áfram KA