Það eru HK-ingar sem taka á móti okkar mönnum í 16 umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu á Kópvogsvelli föstudaginn 13
ágúst.
Lið HK sem féll úr úrvalsdeild sl. haust hefur ollið stuðningmönnum félagsins miklum vonbrigðum í sumar en liðið sem stendur í
10 sæti 1. deildar með 13 stig.
Vissulega voru mikla breytingar á leikmannahóp þeirra milli ára en væntingar þeirra
voru meiri en staðan gefur til kynna í dag.
Við höfum mætt þeim Kópavogspiltum tvisvar í sumar unnum þá eftiminnilega í Visa bikarnum á KA-vellinum, og gerum jafntefni
í deildar leiknum.
Mikið var skorað í þessum leikjum og má búast við einhverju svipuðu í .þessum leik því bæði liðin geta spila
skemmtilegan fótbolta þegar sá gáll er á mönnum.
Eins og við þekkjum er staða okkar mun betri en hún var fyrir nokkrum vikum og liðið virðist vera búið að fá aftur þetta mikilvæga
sjálfstraust sem svo sárlega var saknað um mitt sumar.
HK er hinsvegar í þeirri stöðu að þeir eiginlega verða að vinna til þess að ná að hrista sig frá neðstu liðum.
Við getum auðvitað líka þegið þessi þrjú stig sem eru í boði og eigum við ekki bara að segja að í þessum leik
náum við að snúa á útivalla grýluna sem hefur verið að stríða okkur frá bikarleikum góða gegn Grindavík.
Lið HK hefur skorað 21 mörk í leikjunum 15 sem búnir eru eða (eins og okkar menn reyndar) en það er aðeins 2 mörkum færra en efsta
liðið hefur skorað. Þeir hafa hinsvegar fengið á sig 28 mörk og hefur einungis lið Fjarðarbyggðar fengið á sig fleiri mörk.
Ég tel að við þurfum að vera “leiðinlegir,, í upphafi þessa leiks, fara varlega inn í hann. Okkur liggur ekki eins mikið á og
gestgjöfum okkar. Náum við að “svekkja þá,, og förum svo í kjölfarið að ýta við þeim er ég
þess fullviss að við munum ná að landa góðum sigri.
Kristján Páll er floginn frá okkur til náms í USA og er eftirsjá í honum en við getum huggað okkur við það að hann kemur
aftur næsta vor sprenglærður og klár í slaginn.
Aðrir leikmenn eru tilbúnir í þennan leik.
Leikurinn hefst kl 19, hann dæmir samkv. heimasíðu KSI Einar Örn Danielsson, honum til aðtoðar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir
Sigurðarson.
Áfram KA.
GN