Upphitun: KA - Fjarðabyggð

Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar mönnum og leikur gegn Fjarðabyggð blasir við.
Gestum okkar hefur ekki gengið vel og eru þeir sem stendur í næst neðsta sæti 1 deildar aðeins með 11 stig og þar liggur eins og einn hundur grafinn.  Þeir unnu okkur nefnilega í fyrri leik þessara liða í sumar og nú er sko komið að því að við sækjum hefnd.

Okkur sem þann leik sáu er hann enn  í fersku minni og ég veit að allir í liði okkar hafa beðið lengi eftir því að fá tækifæri til þess að leiðrétta hlutina. 
Það tækifæri gefst í kvöld!

Oft hefur verið um okkar KA menn sagt að við séum Mr. Nice, við séum ekki grimmir, við séum þægilegir.  Í kvöld fáum við hinsvegar gullið tækifæri til .þess að gera óskunda, vera  með “leiðindi,,!!  Sigur í kvöld og lið Fjarðabyggðar þarf alvarlega að fara að skoða allt aðra deild.  Þetta er ekkert persónulegt hjá mér gangvart Fjarðabyggð en þegar verkefnið er ekki flókið þ.e. bara að sigra þá er best að drífa sig í það, leysa það hratt og örugglega.
 
Okkar menn eru á fljúgandi siglingu en vita að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér sbr. frábær sigur gegn HK.  Þar var það dugnaður, vilji, barátta ásamt helling af getu sem skóp sigurinn.  Meira af þessu sama strákar og þið vinnið Fjarðabyggð það er ljóst.

Vissulega eru andstæðingar okkar með bakið upp við vegginn og þeir munu gefa allt sem þeir eiga í leikinn við getum treyst því.  Okkur hefur heldur ekki gengið neitt sérstaklega vel gegn liðum sem við teljum að við eigum að vinna.  Það stefnir s.s í hörkuleik það sem ekkkert verður gefið eftir.

Eins og fram kemur standa Vinir Sagga í samstarfi við Pósthúsbarinn að veglegri upphitun fyrir leik og er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að mæta þangað fara svo á leikinn og láta vel í sér heyra.

Leikurinn hefst kl 19.00 hann dæmir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson honum til aðstoðar verða Jan Eric Jessen og Valdimar Pálsson  Eftirlitsmaður KSÍ verður Bragi Bergmann.

Áfram KA: