Grindavík leikur eins og allir vita í deild þeirra bestu en að mínu mati tel ég þá svipaða að styrkleika og KA- liðið. Grindavík er í 10. sæti Pepsídeildarinnar og eru með 4 stig og hafa skorað 4 mörk en fengið á sig 8.
Þeir eru með ágætis hóp, þar á meðal Scott Ramsey og Paul Mcshane. Það er enginn vafi er á því að þar eru tveir frábærir leikmenn á ferðinni. Þeir skarta líka mönnum eins og Ólafi Erni Bjarnasyni sem hefur spilað í atvinnumennsku og er spilandi þjálfari liðsins. Norðanmenn halda að stórum hluta um miðjuna hjá Grindavík. Þórsarinn Orri Freyr Hjaltalín og svo hjartaknúsarinn Jóhann Helgason, betur þekktur sem Jói Síla, eru þar aðal mennirnir en Jói er KA-maður í húð og hár og er alinn upp hjá félaginu. Síðasta tímabil hans hjá KA var 2005 en síðan hefur hann verið í herbúðum Grindavíkur.
Grindavík er kannski ekki þekkt fyrir að spila svakalega skemmtilegan bolta, þeir sem sáu leik liðsins gegn Víkingi í síðustu umferð geta vitnað um það. En engu að síður eru Grindvíkingar mjög skeinuhættir og leikurinn á morgun gæti orðið hin besta skemmtun.
KA hefur gengið ágætlega gegn Grindavík í gegnum tíðina, 4 sinnum sigrað, 6 sinnum gert jafntefli og 3svar sinnum beðið lægri hlut, en samt sem áður skorað 20 mörk og fengið á sig 13.
Stærsti sigur KA á Grindavík kom í deildarbikarnum 2002 þegar KA sigraði 5-0 og markahrókarnir Þorvaldur Makan og Elmar Dan skoruðu tvö mörk hvor og þá skoraði annar markahrókur að nafni Hreinn Hringsson eitt.
KA er nánast að fara í gegnum sömu bikarrútínu og í fyrra, byrja á Draupni eftir sigur Draupnismanna á Kormáki. Munurinn nú og í fyrra er sá að Grindavík og KA mættust í 16-liða úrslitum eftir að KA sló HK út í fyrra.
En KA sigraði einmitt Grindavík í fyrra, staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og KA sigraði 5-6 eftir vítaspyrnukeppni.
Heimasíðan fékk nokkra heiðursmenn til að spá í leikinn:
Gunnar Níelsson KA-maðurinn: Verður langur leikur, fólk ætti að búast við því að við tökum allt kvöldið í að vinna gesti okkar. 1-1 eftir 90 mín 2-2 eftir 120 min og við rúllum upp vítakeppni. Þar brýtur Sandor blað með þvi að skora úr sinni spyrnu og hann tekur 3 af spyrnum Grindavíkur. Staðfest eins og Doktorinn segir.
Hjörvar Maronsson fyrrv. leikmaður og núvernadi stjórnarmeðlimur: Við vinnum 2-1 Dan H. og Grímsi skora fyrir KA... svo setur Jói Helga eitt agalegt...
Andri Fannar Stefánsson fyrrv. leikm. KA og núverandi leikm. Vals: KA 2 - 1 Grindavík, Ég hef fulla trú á að KA geti unnið Grindavík, leikurinn fer 2-1, KA-menn komast yfir með marki frá Elvari Páli áður en Grindavík jafnar. Sigurmarkið skorar svo Hallgrímur Mar seint í leiknum.
Aksentije Milisic leikm. 2.flokks: 1-1 eftir 90, Elvar Páll með markið og svo tryggir Hallgrímur 2-1 sigur í extra time
Andri Yrkill Valsson íþróttapenni hjá Mbl : Þetta verður fjörugur leikur og staðan verður 2-2 eftir 90 mín. Held að KA-menn nái að lauma inn einu í framlengingu og komist áfram 3-2.
Egill Daði Angantýsson þjálfari hjá FH: 2-1 fyrir okkar menn... Addi Vill (Andrés Vilhjálmsson) með bæði og Jói Helga fyrir Grindavík
ALLIR Á VÖLLINN Á MORGUN OG STYÐJUM OKKAR MENN TIL SIGURS!!! ÁFRAM KAAAAA!!!!