Gróttumenn fagna sæti í 1. deild síðastliðið haust.
KA menn spila sinn fyrsta heimaleik á morgun þegar þeir mæta Gróttu. KA byrjaði mótið vel með sigri gegn Þrótti 2-1 á
útivelli á meðan Grótta tapaði á heimavelli á móti ÍR, einnig 2-1.
KA:
KA-menn byrjuðu tímabilið vel og eru líklegir til alls í sumar. Liðið spilaði flottan fótbolta og lagði Þróttara í Laugardal.
Dan Stubbs, nýr leikmaður KA, kom vel út og það gæti reynst okkur gott.
KA-menn verða að öllum líkindum með óbreyttan leikmannahóp nema að einhver forföll verði nú rétt fyrir leik. David Disztl
náði ekki að skora í síðasta leik en vonandi nær hann að skora sitt fyrsta mark fyrir KA síðan hann kom aftur. Þó er það
ekki slæmt að markaskorunin dreifist aðeins.
Sigur gegn Gróttu á morgun væri mjög mikilvægur til að fá 3 stig og auka sjálfstraustið í liðinu. Það væri ekki
slæmt að byrja tímabilið á 6 stigum af 6 mögulegum og því verður ekkert gefið eftir í þessum leik.
Liðið hefur ekki verið að skora mikið á undirbúningstímabilinu en náðu að skora 2 mörk í síðasta leik sem er mjög
jákvætt. Nú er það bara að bæta við mörkum á móti nýliðunum í Gróttu.
Lykilmenn: Sandor Matus, Andri Fannar og Dean Martin.
Grótta:
Gróttu var spáð ellefta sæti af spámönnum fotbolti.net. Þeir komu upp úr annari deildinni eftir sigur þar síðasta sumar.
Þeir töpuðu fyrsta leik sínum 1-2 á heimavelli á móti ÍR í fyrstu umferðinni.
Töluverðar breytingar hafa verið á leikmannahóp Gróttu. Átta leikmenn hafa komið til liðsins fyrir sumarið á meðan ellefu leikmnenn
hafa horfið á braut. Félagið er á mikilli uppleið en ekki er langt síðan þeir voru í baráttunni í þriðju
deildinni.
Mikið mun reyna á reynsluboltana Kristján Finnbogason í markinu og Sigurvin Ólafsson sem eru klárlega með reynslumeiri mönnum deildarinnar. Mörg
lið væru til í að hafa þá í röðum sínum og því mikilvægt að þeir haldist heilir.
Grótta hefur styrkt sig með nokkrum sterkum leikmönnum og þar má nefna Grétar Ali Khan og Ólaf Pál Johnson. Liðið er með fína
leikmenn í röðum sínum og byrjunnarliðið er nokkuð sterkt en varamenn liðsins eru ekki þeir sterkustu.
Styrkleikar: Kristján Finnbogason er enn einn af betri markmönnum landsins þrátt fyrir að hann sé kominn langt á
aldur. Hann og Sigurvin Ólafsson bera mikla rslu og gætu dreift henni vel. Byrjunnarliðið er fínt hjá Gróttu og margir sterkir leikmenn þar. Einnig
gæti það hjálpað að hafa gervigras á heimavelli og mikla stemningu á Nesinu.
Veikleikar: Breidd liðsins er ekki mikil og það hefur verið mikið rótarað í liðinu frá
síðasta sumri. Liðið hefur ekki verið að spila saman með sinn sterkasta hóp og því spurning hvernig menn spila saman. Liðinu gekk illa
á undirbúningstímabilinu og gæti það haft einhver áhrif á hópinn.
Lykilmenn: Kristján Finnbogason, Sigurvin Ólafsson og Sölvi Davíðsson.
KA-Grótta, Þórsvelli föstudaginn 12. maí kl. 18:00!
Hvetjum alla KA-menn til að mæta, gulir og glaðir og styðja við bakið á sínu liði.
ÁFRAM KA!