Skagamenn eru gestir okkar á Akureyrarvelli í 11 umferð Íslandsmótsins og er óhætt að fullyrða að mikið er í húfi.
Spekingar voru á einu máli í spám sl. vor, lið ÍA þyrfti vart að mæta til leiks þeir væru öruggir um efsta sætið
í fyrstu deild. Hvort þessar spár náðu að hræra eitthvað í kollum á Akranesi veit ég ekki en lið þeirra hefur
valdið miklum vonbrigðum það sem af er móti þó aðeins hafi verið að birta yfir þeim uppá síðkastið.
Kannksi má segja að bæði lið séu í svipuðum sporum þ.e ekki gengið samkvæmt vonum þó þessir sömu spekingar og
spáðu ÍA góðu gengi hafi reyndar ekki haft sömu trú á okkar mönnum. Hvað um alla spekinga þá eru þrjú verulega
dýrmæt stig í boði og þau ætlar KA að hirða.
Liðið okkar þótti sýna ágætis leik á köflum gegn Víking sl. sunnudag og má þessum orðum til staðfestingar benda
á ágætis greiningu fréttaritara okkar í Víkini sl. sunnudag sem hægt er að lesa á þessari síðu.
Í liði skagamanna leika eins og allir vita þeir Arnar Már og Andri Júlíusson, en Arnar lék með okkur eins og allir vita árin 2008
og 2009, Andri seinni umferðina árið 2008.
Þjálfari þeirra Þórður Þórðarsson lék með okkur eitt tímabil en yfirgaf okkur eftirminnilega eftir árs veru.
Þórður hefur notað 23 leikmenn í fyrstu 10 umferðunum á meðna við höfum notað 17 leikmenn. Reyndar er rétt að geta þess
að af þessum 23 leikmönnum hafa 5 þeirra verið 1-3 í leikmannahóp þeirra.
Þeir félagar Arnar og Andri hafa skorað sjö af fimmtán mörkum ÍA í sumar og því ljóst að við þurfum að gefa
þeim gaum. ÍA er í stjötta sæti deildar um þessar mundir með 12 stig þannig að við náum þeim að stigum með
sigri.
Stuðningur áhorfenda er gríðarlega mikilvægur alltaf, en þegar leiðin er erfið er hann enn mikilvægari.
Oft heyri ég að við KA-menn séum einhverjir lélegustu stuðningsmenn sem til eru, ´´þið sjáist bara þegar vel gengur,, segja
þessar raddir. Strákarnir eiga það skilið að við sem köllum okkur KA menn mætum á leikinn og styðji.
Það er auðvelt að kalla þegar liðið er 3-0 yfir en þá er þörfin kannski ekki eins mikil og þegar allt er í járnum.
Ég skora á stuðningsmenn KA að fjölmenna og láta vel í sér heyra, afsanna þessa kenningu um okkur og þögnina.
Leikurinn hefst kl 19 á Akureyrarvelli heimavelli KA dómari leiksins er Þorvaldur Árnason og honum til aðstoðar Valdimar Pálsson og Halldór
Vilhelm Svarvarsson.
Eftirlitsmaður KSI Bragi Bergmann.
Áfram KA:
GN