Úr fyrri leik liðanna
Það er stórleikur sem boðið verður uppá á Akureyrarvelli nk. laugardag kl 15 þegar Leiknir kemur í heimsókn. Gestir okkar eru
í efsta sæti fyrstu deildar og þrátt fyrir að hinir ýmsu spámenn hafi nú reiknað með því að liðinu fatist flugið
hafa þeir þvert á þær spár bara hert þetta flug sitt. Með sigri má segja að Leiknismenn þurfi að fara að skoða vel
hvað er í boði í efstu deild.
Þessi leikur færir líka KA liðinu kjörið tækifæri til þess að sýna og sanna hvað í liðinu býr. Það
er gaman að geta haft eitthvað að segja og þessi leikur býður uppá það.
Sigur og við setjum toppbaráttuna á hvolf ásamt því sem við tryggjum okkur góð þrjú stig.
Þessi leikur er sá tíundi sem við leikum gegn Leikni í deild frá árinu 2006, fjórir sigrar, eitt jafntefli, fjögur töp er
niðurstaðan. Markatalan er 12 skoruð, 13 á okkur. Okkar stæðsti sigur gegn þeim á þessu tímabili kom árið 2008 í
6-0 sigri á Akureyrarvelli. Versta tap árið 2007 þegar við töpuðum 4-0 í Breiðholtinu.
Í viðtali við Vikudag segir Steingrímur aðstoðarþjálfari sem hér er birt með leyfi Vikudags „Mér líst vel á
þennan leik og ég vil meina að við séum alls ekki með slakara lið en Leiknir, það er langur vegur frá því. Ef menn koma vel stemmdir
til leiks og eru tilbúnir frá fyrstu mínútu að þá getum við alveg unnið leikinn,” sagði okkar maður m.a. En viðtalið
í heild geta áhugasamir lesið í Vikudegi sem út kom í gær.
Eins og komið hefur fram standa stuðningsmenn KA með þá Ólaf Arnar Pálsson og Hlyn Þormóðsson í fararbroddi fyrir glæsilegri
fjölskyldudagskrá á KA svæðinu fyrir leikinn
það sem eitt og annað skemmtilegt verður á boðstólnum og er ástæða til þess að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að
láta sjá sig.
Búast má við miklum fjölda stuðningsmanna Leiknis á leikinn og við skulum ekki láta þá hafa yfirhöndina innan vallargirðingar,
strákarnir okkar sjá um að allt fari rétt fram inná vellinum það er ég viss um.
Leikurinn hefst eins og áður sagði kl 15, Leiknir Ágústsson dæmir, honum til aðstoðar verða Haukur Erlingsson og Bryngeir
Valdimarsson.
Eftirlitsmaður KSI verður Guðmundur Heiðar Jónsson.
Áfram KA.