Upphitun: KA - Þór

Jæja þá er komið að leiknum!  Í heimsókn til okkar koma þeir úr þorpinu stundum kallaðir 603. Þessum leik hefur verið beðið eftir lengi, lengi og nú s.s er loks komið að honum. 


Gegnum tíðina hafa leikir okkar gegn 60.. nei ok ef einhverjir þeirra eru að lesa ....leikir okkar gegn Þór oftast verið leikir þar sem menn gefa ekki tommu og staða í deild  skiptir ekki máli. 
Okkur gekk mjög illa að leggja Þór hér á árum áður og skipti engu þó við værum með miklu betra lið, þeir unnu.  Þetta hefur lagast mjög hin  seinni ár.  Það þarf í raun ekki að hafa mörg orð um leiki gegn 60.. Þór meina ég. 
Maður minnist  leiks eins og 4-1 fyrir Þór í gamla daga það var úrslitaleikur um sigur í þriðju deild.   Jafnteflin öll þegar við vorum með miklu betra lið, og auðvitað hvað var það ekki 6-1 sigur hér um árið?   Þórsarar eru með skottin uppi um þessar mundir og þeim hefur gengið vel á meðan  við höfum ekki verið að uppskera eins og við viljum meina að við getum og eigum að geta.  Í leiknum gefst hinsvegar tækifæri til þess að ýta vonbrigðum til hliðar og slíkt tækifæri má ekki láta renna sér  úr greipum ónotað.
Cesar Luis Menotti fyrrum þjálfari Argentínu sagði fyrir alla leiki liðs hans í HM 1978 ´´Sole victoria interesa,, eða ´´sigurinn einn skiptir máli,, Það á við í leik gegn Þór. 
Leikurinn er ekki uppá bæjarmontið heldur miklu meira.   Þetta er leikur uppá stolt, metnað, vilja, löngun, ákveðni, baráttu, jafnvel þrá!!!   Þetta er leikur sem sker úr á milli manna og drengja.
Égvil enda þessi skrif á þvi að afbaka nokkuð fleyg orð sem ´´nafni,, minn Nelson flotaforingi sagði fyrir mikla orrustu  ´´KA væntir þess að hver maður geri skyldu sína,,

Miðaverð og annað
Leikurinn hefst kl 19 og er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að mæta snemma til þess að losna við að standa í biðröð og hugsanlega missa af fyrsta og kannksi eina marki leiksins fyrir vikið.  Vitað er að Mjölnismenn stuðningsmannahópur Þórsara verður með mikinn viðbúnað og þeir munu láta  í sér heyra, Vinir Sagga hafa verið í söngbúðum austur í Reykjadal og þeir gefa það heldur ekki.  Þessi leikur hefur alla burði til þess að verað skemmtun, völlurinn verður blautur, rennblautur það viðrar s.s vel til tækklinga.  Dómari leiksins er Örvar Sær Gislason og honum til aðstoðar verða Viðar Helagson og Birkir Sigurðarson.
Miðaverð er kr. 1300 fyrir 17 ára og eldri og við hvetjum fólk til þess að fjölmenna.

- GN