Eins og allir vita verða næstu gestir okkar Þróttarar og er leikurinn sá fyrsti í seinni umferð mótsins.
Eins og fólki er eflaust í fersku minni unnum við þá í fyrri umferð 1-2 fyrra mark okkar var sjálfsmark en hið seinna skoraði Haukur
,,tvíbbi” Hinriksson.
Lið Þróttar er sem stendur í áttunda sæti deildar með11 stig aðeins einu meira en við. Þróttarar hafa skorað 14 mörk en
fengið á sig 19.
Þjálfari þeirra Páll Einarsson hefur notað 20 leikmenn í umferðunum sem búnar eru.
Þróttarar reyna altaf að spila fótbolta og má búast við skemmtilegum leik þar sem dýrmæt stig eru í boði.
Boðað hefur verið til Gleðidags KA í dageins og fram kemur á heimasíðunni og auðvitað er ekki annað hægt en hvetja KA fólk til
þess að fjölmenna og gera daginn eftirminnilega ánægjulegan. Stuðningur við liðið gegn ÍA s.l.miðvikudag var góður og
það gaman að sjá ný andlit á vellinum. Látum vel í okkur heyra og eynum ef nokkur kostur er að mæta í gulu eða
bláu.
Einhver óþekktur snillingur kastaði fram hér á þessari síðu frábæru slagorði á dögunum sem við grípum á
lofti og segjum.
Höfum gaman, syngjum saman!
Áfram KA.
GN