Upphitun: Leiknir - KA

Næsti viðkomustaður KA verður Leiknisvöllur nk. sunnudag þegar okkar menn mæta heimamönnum í leik sem hefst kl 16.00.

Leiknir er í öðru sæti deildar og hefur liðið komi á óvart það sem af er móti með mun betri framistöðu en ´´spekingar,, reiknuðu með.  Liðið hefur einungis fengið á sig fimm mörk og hefur ekkert annað lið í 1 deild fengið jafn fá mörk á sig.  Á hinum endanum hafa þeir sett
tíu mörk  eða einu færra en okkar menn.  

Leikir Leiknis og KA á heimavelli Leiknismanna sl. ár hafa ekki fært okkur mörg stig en við trúm að nú verði breyting á.  Góður sigur okkar í Grindavík gefur okkur án efa mikið sjálfstraust og við vitum líka öll hvað okkar menn eru færir um á góðum degi.

Leikurinn er mjög mikilvægur og sigur KA væri mjög vel þeginn á leið okkur upp töfluna,
á þann  stað sem við vitum að okkar menn eiga að vera á.  Seinustu tveir leikir KA hafa verið mjög góðir og nú er að fylgja eftir og helst að bæta við því enn á liðið inn ef marka má orð þeirra sem best til þekkja.
Allir leikmenn KA eru heilir og klárir í slaginn, þrátt fyrir langan bikarleik í Grindavík, Deano hefur jafnað sig og Dan Stubbs er klár í slaginn.

Leikurinn hefst eins og áður sagði kl 16 á Leiknisvelli og heimasíðan skorar á alla KA menn sem tök hafa á að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs.

- GN