Upphitun: Leiknir - KA 19.maí klukkan 14:00

Brian skoraði tvö í vikunni
Brian skoraði tvö í vikunni
2.umferð 1.deildarinnar fer fram á morgun og líkt og í fyrstu umferðinni fara okkar menn í Breiðholtið og mæta núna Leikni Reykjavík kl 14:00 á morgun, laugardag.


KA menn töpuðu gegn spræku ÍR-liði um síðustu helgi 3-2 og vonast því til að innbyrða fyrsta sigurinn á morgun gegn sterki Leiknisliði. Það er vel hægt að segja að okkar menn hafi komist á beinu brautina þó aftur í vikunni með 7-0 sigri gegn Magna í bikarnum og vonandi að þau úrslit hafi jákvæð áhrif á liðið í komandi leik.

Það verður gott að fá loksins inn framherja í liðið. en Dávid Disztl mun leika sinn fyrsta deildarleik á morgun en hann lék gegn Magna og lagði upp 2 og skoraði 1 og deginum ljósara að hann verður mjög góð viðbót í annars sterkt KA- lið.

Líklegt byrjunarlið KA:

               Sandor

Jakob-Elmar-Gunnar-Darren

            Brian-Túfa

Gummi  -   Jóhann -  Hallgrímur

               Dávid

Leiknismenn ætla sér stóra hluti í sumar og það endurspeglast í ráðningu þeirra á einum besta þjálfara landsins Willum Þór Þórssyni. í fyrstu umferð mættu Leiknismenn nágrönnum okkar á þórsvellinum og töpuðu 2-0 og má þess vegna búast við hörkuleik, enda sættir hvorugt liðið sig við að tapa fyrstu tveimur leikjum sumarsins.

Leikni er spáð toppbaráttunni og þjálfarar og fyrirliðar deildarinnar spá þeim 4. sæti.

Hérna er það sem fótbolti.net hafði að segja um liðið:

Styrkleikar: Styrkleiki Leiknis felst í góðri miðju og fínni breidd. Þeir hafa nokkuð marga jafna leikmenn sem geta allir byrjað inn á án þess að byrjunarliðið veikist. 

Veikleikar: Það vantar fleiri afgerandi leikmenn. Eins og ég sagði þá er hópurinn mjög jafn en það vantar kannski fleiri leikmenn sem skara fram úr. 

Lykilmenn: Eyjólfur Tómasson, Andri Steinn Birgisson og Fannar Þór Arnarsson. 

Gaman að fylgjast með: Miðjumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson er virkilega góður leikmaður. Flinkur fótboltamaður sem getur haldið bolta og er góður spilari. Maður sem getur búið til mörk. 

Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Leiknisvelli og verða allir KA-menn sunnan heiða að mæta á völlinn og styðja okkar menn til sigurs. Fyrir þá sem eru ekki í borginni þá verður bein útvarpslýsing frá leiknum á Sportradio.net