Upphitun: Lengjubikarinn byrjar að rúlla

Doktorinn mætir
Doktorinn mætir
Á morgun, Laugardag leggja okkar menn í lang ferð til Akraness og keppa þar væntanlega í nýstingskulda í hinni mögnuðu Akranesshöll. Keppinauturinn verður Grótta að þessu sinni og hefst leikurinn stundvígslega klukkan 16:00 að staðartíma. Á flautu mun spila hin rauðbirkni Valgeir Valgeirsson, allir KA menn sunnan heiða eru boðaðir á leikinn og mæta þeir sem sjá sér fært.



KA
KA hefur ekki tapað leik síðan Gunnlaugur tók við liðinu eftir síðasta tímabil og vonandi byrjar liðið ekki á því núna.
Nýkrýndir Soccerademeistarar eru búnir að vera virkilega sprækir á þessu undirbúningstímabili og ekki svipur með sjón að sjá  liðið núna og frá því á síðasta tímabili þó kjarninn sé á sami, leikmenn eru léttari og leikurinn flæðir mun meira og eru bestu kostir hverju sinni valdir þegar gera á árás á andstæðingin.
Eins og getið var um hér á síðunni er búið að ganga frá félagsskiptum Hallgríms Mar til félagsins þannig hann verður leikfær á morgun með liðinu sem eru mjög góðar fréttir.

Grótta
Lítið er að frétta af Gróttu og ekki var hægt að sjá að þeir séu búnir að styrkja sig frá síðasta tímabili.
Á síðasta tímabili slapp Grótta naumlega við fall og bjargaði sér með jafntefli í síðustu umferð, en Fjarðabyggð var stigi fyrir neðan þá en töpuðu eftirminnilega 9-1 á móti Þór í síðustu umferð.

Liðin hafa samkvæmt vef KSÍ mæst tvisvar í leik á þeirra vegum frá 1912, en báðir þeir leikir voru leiknir 98 árum eftir þann tíma eða á síðasta tímabili. 
Grótta náði jafntefli í maí síðastliðnum á Þórsvelli 1-1 og sigraði svo seinni leikinn í lok Júli virkilega óvænt 4-1 á Seltjarnanesi.

Leikurinn hefst eins og fyrr segir klukkan 16:00 í Akraneshöll og eru allir KA menn sem tök hafa á hvattir til að mæta.

ÁFRAM KA!!!!!