Haukur Heiðar tæklar Frans Elvarsson í leik liðanna í Njarðvík sumarið 2008. Leiknum lauk með sigri þeirra grænklæddu í miklum rokleik.
Föstudaginn 28. maí fara KA menn í heimsókn á Suðurnesin. Þar mæta þeir liði Njarðvíkur á Njarðtaksvelli. KA
liðið hefur aðeins dalað í síðustu leikjum en nú er að fá sigur og rífa liðið upp.
ATH: Leiknum hefur verið flýtt til 19:00
Liðin hafa alls mæst sex sinnum frá árinu 2000. KA menn hafa náð nokkuð góðum tökum á Njarðvík í þeim leikjum og
oftast unnið.
Tölfræði:
KA 4 sigrar 1 jafntefli 1 töp 10-6
ÍR 1 sigrar 1 jafntefli 4 töp 6-10
Njarðvík:
Njarðvíkingar hafa ekki byrjað deildina vel í ár. Þeir komu upp úr annarri deildinni síðasta sumar og var spáð tólfta sæti
af spámönnum vefsíðunnar www.fotbolti.net . Þeir hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í ár með markatölunni 1-8. Nú
síðast á móti Þórsurum á Þórsvelli, 4-0.
Síðasti leikur Njarðvíkinga í fyrra var ansi skrautlegur. Ingvar Jónsson, markvörður liðsins og einnig fyrrum markmaður KA, fékk rautt
spjald á fyrstu mínútum leiksins. Um var að ræða hreinan úrslitaleik mili Njarðvíkur og Reynis S. um það hvort liðið færi
upp. Endaði leikurinn 2-2 og Njarðvík fór því upp.
Liðið hefur ekki orðið fyrir miklum breytingum frá því í fyrra og ekki mikill styrkur búinn að bætast við. Spurning er hvort að
núverandi hopur sé nægilega sterkur til þess að glíma við fyrstu deildina. Margir búast við því að Njarðvíkingar fari
beinustu leið niður aftur en maður veit aldrei, enda mótið rétt að byrja.
Hinn 21 árs gamli Ingvar Jónsson er líklega athyglisverðasti leikmaður Njarðvíkinga. Hann á að baki þrjá leiki fyrir U19 ára
landslið Íslands og einn leik fyrir U21 árs landslið Íslands. Hann spilaði með KA árið 2006 en var þó aðeins í 3
mánuði í okkar herbúðum því hann fór aftur í Njarðvík fyrir sumarið.
Liðið er nokkuð ungt og virðist vanta stöðugleika. Þeir hafa verið að flakka á milli deilda síðustu ár og virðist vanta að
festa sig í sessi. Markmið þeirra hlýtur að vera að festa rætur sínar í deildinni en miðað við spá fyrirliða og
þjálfara mun það ekki verða í ár.
Þess má til gamans geta að hinn sólbrúni Gestur Gylfason er enn að þrátt fyrir aldur. Hann er orðinn 41 árs gamall og ennþá
í fullu fjöri. Gaman verður að fylgjast með gangi hans í leiknum.
Styrkleikar:
Leikmannahópur Njarðvíkur er búinn að vera svipaður síðustu ár og því sami grunnur verið að spila saman og gæti
það reynst gott. Það má því segja að leikmenn þekki hvorn annan ansi vel. Ingvar Jónsson er klárlega mikilvægasti hlekkurinn
í liðinu en virðist vanta sterkari grunn fyrir framan sig. Hnn ætti að geta unnð stig fyrir liðið í sumar ef hann nær sér á
strik.
Veikleikar:
Munurinn á fyrstu og annarri deildinni er mjög mikill. Njarðvíkingar komu sér með naumindum upp síðasta sumar og því spurning hvernig
liðinu tekst í sumar. Það virðist vanta stöðugleika og reynslu enda liðið mjög ungt og reynsulítið í samanburði við önnur
lið. Stórt spurningarmerki er sett við Njarðvík í sumar. Liðið virðist þurfa sterka leikmenn sem standa uppúr.
Lykilmenn: Ingvar Jónsson, Rafn Markús Vilbergsson, Einar Valur Árnason.
KA:
KA menn fóru illa að ráði sínu í síðasta leik og töpuðu naumlega með tveimur mörkum gegn einu í Breiðholtinu á
móti ÍR ingum. Liðið virðist vera að spila ágætan fótbolta en vanti að skapa betri færi og klára þau. Dan Stubbs skoraði
mark KA manna og hefur hann verið að koma mjög vel út og oft verið einn besti maður vallarins og alltaf tilbúinn að fá boltann.
Liðinu virðist vanta markaskorara. David Disztl hefur ekki verið að koma sterkur inn í byrjun tímabilsins en vonandi að hann nái sér í gang.
Hann var nokkra leiki að komast af stað í fyrra og hrökk svo í gang og við skulum vona að það sama muni gerast í sumar. Komist hann á
bragðið munu mörkin líklega fara að detta inn og það fleiri en eitt í leik.
Varnarleikur liðsins hefur verið ágætur. Kristjánn Páll er kominn frá Banaríkjunum og styttist í Þórð Arnar. Spurning hvort
þeir muni bæta leik liðsins eitthvað. Túfa hefur ekki getað spilað síðustu tvo leiki og það hefur greinilega verið að fara eitthvað
í menn enda mikilvægur hlekkur í liðinu. Vonandi að hann verði með á móti Njarðvík.
Sóknarleikur liðsins hefur aftur á móti ekki verið jafn sterkur. Liðið hefur verið að skapa sér einhver færi en ekki nægilega
hættuleg til þess að skora mikið af mörkum en þó hafa þeir fengið einhver færi sem erfitt hefur verið að nýta fyrir
sóknarmenn liðsins. Liðið virðist sækja ansi mikið upp hægri kanntinn og spurning um að fá Stubbs aðeins meira inn í leikinn enda
góður með boltann og með fínar sendingar.
Styrkleikar:
KA menn eru með góðan leikmannahóp og unga, spræka leikmenn til að koma inn ef eitthvað er ekki að ganga upp. Sóknarleikur liðsins er sterkur sem og
varnarleikurinn. Snöggir kantmenn með góðar fyrirgjafir og hættuleg föst leikatriði gera andsæðingum liðsins erfitt fyrir. Vinir Sagga geta á
góðum degi reynst liðinu mikilvægir og verið þeirra tólfti maður.
Veikleikar:
Liðinu virðist vanta stöðugleika og að halda sér í gangi. Það virðist vanta fleiri áhorfendur á völlinn og fleiri til að
styðja við bakið á sínum mönnum. Menn verða að koma sér upp og vera ákveðnari á boltann í teignum. Liðið er oft misjafnt
milli leikja og maður veit aldrei hvernig þeir munu spila.
Lykilmenn: Sandor Matus, Andri Fannar Stefánsson, Dean Martin, Dan Stubbs.
Njarðvík – KA, föstudaginn 28. maí klukkan 19.00, Njarðtaksvelli.
Allir KA menn, gulir sem bláir, mæta á leikinn og styðja sitt lið!
ÁFRAM KA!