Upphitun: Það er alltaf möguleiki í fótboltaleik

Á sunnudaginn koma risarnir frá Kópavogi í heimsókn, en Blikarnir eru eins og allir vita ríkjandi Íslandsmeistar. “Það er alltaf möguleiki í fótboltaleik” sagði Gunnlaugur Jónsson í viðtali við síðuna fyrir leik.

Leikmenn eru að ná að hrista af sér veikindi og meiðsli sem hafa hrjáð hópinn uppá síðkastið, “Alli Hannesar og Tufa eru enn meiddir, Steinn Gunnars er líka meiddur og verður ekki með. Ómar er svo í landsliðs æfingum um helgina og kemur til liðsins eftir leikurinn er byrjaður.  Ég hef úr öllum öðrum leikmönnum úr að velja” Sagði Gulli aðspurður útí stöðuna á leikmannahópnum

KA eru stigalausir eftir tvo leiki í deildarbikarnum, 3-1 tap gegn Gróttu og 5-0 tap gegn ÍA og segir Gulli að “Við þurfum að spila öflugan varnarleik til að eiga möguleika og það eru veiklegar í liði Breiðabliks sem við munum reyna að keyra á.”

3 leikmenn gegnu til liðs við KA á láni í dag og tveir þeirra koma til með að spila gegn félagi sínu á morgun en Ágúst Örn Arnarson, Elvar Páll Sigurðsson eru báðir uppaldir hjá Blikum.

En munu KA menn fá að sjá nýju drengina á sunnudaginn?

“Nýju strákarnir norður í kvöld og taka þátt í æfingu í fyrramálið og verða klárir í leikinn. Þeir koma allir við sögu í leiknum” Segir Gunnlaugur en segir en fremur að ekki sé komið á hreint hvort þeir byrji allir leikinn. 

Blikarnir hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu og unnu sinn fyrsta leik á árinu, sannfærandi þó, gegn þórsorum um síðustu helgi 4-1. Þeir hafa misst sterka pósta og eru að reyna að bæta inní hópinn í stað þeirra. Nýjasta viðbótin í þeirra hóp eru tveir danir sem komu til þeirra í vikunni en óljóst er með þáttöku þeirra í leiknum. En þeim sem dettur í hug að vanmeta Blika og Ólaf Kristjánsson þarf aðeins að setjast niður og krúnka í kollinn á sér. 

Gulli lagði að sjálfsögði orð í belg “Það hafa orðið miklar breytingar hjá þeim og það tekur einfaldlega tíma að slípa nýtt lið. Þeir minntu þó á sig um síðustu helgi þegar þeir unnu Þórsara.”

Á flautu verður enginn annar en ofur flautuleikarinn Kristinn Jakobsson en hann er einn margreyndasti flautuleikari landsins en af óskiljanlegum ástæðum hefur hann aldrei spilað með sinfóníuhljómsveitinni, aðstoðarmenn hans eru engir grænjaxlar en það eru þeir Rúnar "hárfagri" Steingrímsson og Marínó "elliborgari" Þorsteinsson.

Leikurinn hefst klukkan 01:00 að kínverskum tíma en 13:00 að staðartíma á Akureyri í Boganum og eru að vanda allir óbreyttir KA menn með boðsmiða.

VIÐ ERUM KA MENN, AKUREYRARSTOLTIÐ, HARÐARI EN BREI"BLIK" OÓ OÓ!!

ÁFRAM KA!!