"Þetta verður örugglega baráttuleikur gegn KA fyrir norðan á laugardaginn, KA-menn hafa alltaf verið erfiðir heim að sækja fyrir norðan, en
við eigum auðvitað góða möguleika í leiknum." Sagði Þórður Þórðarsson þjálfari skagamanna og auðvitað
fyrrum leikmaður KA við vef skagamanna en ÍA leggur í langferð norður fyrir heiðar og etur kappi við okkar menn í KA á morgun laugardag. Leikurinn
er liður í Lengjubikarnum og hefst hann stundvígslega klukkan 17:30
KA tapaði í fyrsta leik fyrir Gróttu 3-1 fyrir sunnan og mætti segja að Grótta sé óvinnandivígi fyrir KA enda hefur KA aldrei náð
að sigra Gróttu, en þetta var fyrsti leikurinn sem tapast undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar.Samkvæmt mínum heimildum sem eru áræðanlegar,
beint frá doktornum er allir heilir að undanskyldum þeim Ómari Friðrikssyn og Túfa sem eiga við meiðsli að stríða. Þá er Janez
Vrenko í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Gróttu
ÍA er með feyki sterkt lið að þessu sinni og margir vilja meina yfirburða lið þegar blásið verður til leiks í maí. En þeim
hefur svo sem verið spáð yfirburðum frá því þeir féllu fyrir 3 árum eða svo. KA maðurinn og fyrrum fyriliði liðsins
Arnar Már Guðjónsson snýr til baka á gamlar slóðir ásamt fyrrum þjálfara og KA manni útí gegn, Dean Martin, en ekki er
víst hvort Dínó spili eða verði til halds og traust á bekknum
Allir KA menn eru hvattir til á mæta á leikinn klukkan 17:30 á morgun og eiga góða stund.
ÁFRAM KA!!!!!!!!!!!