Úr leik liðanna árið 2007.
Á sunnudaginn, 9. maí mætast KA og Þróttr í fyrstu umferð íslensku fyrstu deildarinnar. Búast má við hörkuleik.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 á gervigrasvellinum í Laugardal. Að sjálfsögðu hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að mæta og styðja við
bakið á sínu liði.
Þróttur R.
Þróttarar féllu enn og einu sinni úr efstu deildinni í fyrra og stefnan er sett hátt hjá þeim í ár. Þeir hafa fengið til
sín marga leikmenn, þar á meðal Ingvar Þór Ólason úr Fram og Halldór Arnar Hilmisson úr Fylki. Þar af auki hafa þeir
fengið reynsluboltann Pál Einarsson til að taka við þjálfun liðsins. Einnig hafa þeir þó misst nokkra lykilleikmenn.
Stórt spurningamerki er sett á markmvarðastöðuna hjá Þrótturum.Félagið hefur fengið á láni U21 landsliðs markmanninn
Harald Björnsson frá Val en stórt spurningamerki er sett við hann enda stóðst hann ekki undir væntingum á síðasta ári og gerði
ófá mistök.
Liðið hefur endurheimt gamla Þróttara aftur og spurning hvort það muni hjálpa liðinu eiithvað. Mikil reynsla er í hópnum og mun hinn
þaulreyndi varnarmaður Ingvar Þór Ólason væntanlega verða erfiður viðureignar.
Halldór Arnar Hilmisson mun verða Þrótturum sterkur. Þessi góði miðjumaður kemur til með að verða liðinu mjög mikilvægur og
slæmt verður að missa hann í meiðsl. Líklegt er að hann mæti á Þróttarvöllinn prýddur sínu fræga ennisbandi
líkt og síðustu ár.
Hallur Hallson, fyrirliði liðsins mun þó líklega vera sá sem mest mun mæða á í sumar. Pressa er sett á að hann skori mörk
fyrir liðið. Þó er ekki hægt að segja strax til um hvernig liðið muni spila í sumar og gekk undirbúingstímabilið ekki eins vel og
vonast var eftir. Liðið endaði með aðeins fjögur stig í Lengjubikarnum en þar lék það með þremur öðrum liðum úr
fyrstu deildinni.
Styrkleikar:
Góður mórall í kringum félagið getur breytt ýmsu og er það einn helsti styrkleiki Þróttarliðsins. Gæti það
hjálpað liðinu með að vinna sér inn mikilvæg stig á heimavelli í sumar. Liðið er skipað af mörgum sterkum leikmönnum sem
gætu verið til alls líklegir í sumar. Ekki sakar að hafa endurheimt Þróttarann Pál Einarsson til að þjálfa liðið en hann
spilaði með Fylki á síðasta tímabili.
Veikleikar:
Eins og áður kom fram er sett stórt spurningamerki við markmannsstöðuna hjá Þrótturum. Ekki bætir það að varnarlínan er
ekki sú sterkasta, þrátt fyrir að liðið hafi þó fengið Ingvar Þór. Þrátt fyrir marga jákvæða kosti í
að fá Pál Einarsson í þjálfun getur þó reynst þeim erfitt það reynsluleysi sem hann hefur í þjálfun. Þetta
er hans stærsta verkefni hingað til sem þjálfari og því erfitt að segja hvernig frumraun hans sem þjálfari Þróttar verður.
Lykilmenn:
Hallur Hallsson, Halldór Arnar Hilmisson og Ingvar Þór Ólason.
Þrótturum var spáð 3. sætinu af spámönnum vefsíðunnar www.fotbolti.net og því til alls líklegir.
KA:
KA-mönnum gekk ágætlega í fyrra og enduðu í fimmta sæti 1. deildarinnar. Heimavöllurinn var sterkur og mun líklega verða það aftur
í sumar. Við höfum misst nokkra lykilmenn og erfilega gengið að fá nýa leikmenn til félagsins en þó höfum við fengið
einhverja.
Öfugt við Þróttara þá hafa KA-menn frábæran markmann á milli stanganna. Sandor Matus hefur haldið í tryggð við KA og eru menn
mjög ánægðir með það, enda einn besti markmaður landsins. Hann er þekktur fyrir að vera mikill vítabani og getur reynst liðinu mjög
mikilvægur.
Aðrir útlendingar hafa staðið sig ágætlega einnig. Liðið hefur fengið til sín fína útlendinga í gegnum árin og hafa
þeir staðið sig misvel. David Disztl, framherjinn ungverski, þarf að vera í góðu formi í sumar. Hann spilaði frábærlega
síðasta sumar og raðaði inn mörkunum. Hann hefur ekki verið að skora á undirbúningstímabilinu en vonandi nær hann að koma sér
í gott stand.
Mikill missir verður þó að hafa misst fyrirliðann Arnar Már aftur á Skagann og Hjalta til Víkinga. Ekki bætir það ástandið
að Norbert mun líklega spila lítið sem ekkert sökum meiðsla sem hann varð fyrir síðasta sumar.
Dean Martin er að hefja sitt þriðja tímabil með liðið. Hann hefur náð fínum árangri með liðið og náð fjórða
og fimmta sæti. Hann er enn að sem leikmaður og getur reynst hættulegur enda eldfljótur, hrikalega sterkur og með stórhættulegar sendingar.
Dan Stubbs, nýr leikmaður KA, mun vonandi ná að sýna eitthvað í sumar. Þessi ungi, enski miðvallarleikmaður er góður með
bæði vinstri og hægri fót og gæti komið sér vel af notum í sumar.
Síðan má ekki gleyma þeim Andra Fannari og Hauki Heiðari sem voru mjög góðir síðasta sumar. Haukur var valinn besti leikmaður liðsins
síðasta sumar. Báðir hafa þeir verið að spila með yngri landsliðum Íslands og báðir koma þeir upp úr unglingastarfi
félagsins.
Styrkleikar:
Styrkleikar KA-manna eru einna helst markvörðurinn, Sandor, sem hefur verið hjá KA í nokkur ár og ávalt staðið sig vel. Heimavöllurinn hefur
verið sterkur og megnið af stigunum sem liðið hefur fengið hafa komið þaðan. Dínó heldur liðinu í frábæru formi og heldur aga
yfir liðinu og það er mjög mikilvægt. Ungir og efnilegir strákar sem eiga framtíð fyrir sér. Svo má ekki gleyma Vinum Sagga sem hafa stutt
liðið síðustu tvö ár og á góðum degi eru þeir eins og tólfti maður.
Veikleikar:
Helstu veikleikar KA-liðsins eru líklega hversu óstöðugt liðið er og hversu fá stig þeir fá á útivelli. Sóknarleikur
liðsins hefur verið frekar slakur í vetur og þurfa sóknarmenn liðsins að ná sér á strik í sumar til að úrslit náist.
Liðið er oft að spila mjög misjafnt milli leikja og hefur vantað aðeins meiri samheldni. Stuðningurinn hefur ekki verið sá besti síðustu ár
og lítið verið um mætingu á leiki.
Lykilmenn:
Sandor Matus, Andri Fannar Stefánsson, Haukur Heiðar Hauksson og Dean Martin.
KA var spáð áttunda sætinu af vefsíðunni www.fotbolti.net og ætlum við svo sannarlega að standa okkur betur en það.
Allir á völlinn, ÁFRAM KA!