Það má með sanni segja að stutt sé á milli stríða hjá okkar mönnum því framundan er leikur gegn Víking í
Rekjavík. Gestgjafar okkar eru að mati þess sem hér pikkar inn texta sterkasta liðið í 1 deild og er því óhætt að
segja að við verðum að sýna sparihliðar okkar á morgun.
Það er oft sagt og það er með sanni að gott sé að leika stuttu eftir vonbrigði því mönnum klæjar þá í tær
að leiðrétta sinn hlut og þannig er í pottinn búið með okkar menn.
,,Við hlökkum til að mæta
í Víkina og fá tækifæri til að sýna okkar rétta andlit."
,,Víkingsliðið er sterkt en með baráttu og okkar eðlilega leik munum við ná að velgja þeim vel undir
uggum," sagði Andri Fannar í rabbi við pikkara sem rakst á hann á Nikulásarmótinu í fótbolta á Ólafsfirði
í dag.
,,Við getum ekki beðið eftir því að spila þennan leik," sagði Andri ennfremur.
Dávid Disztl tekur út leikbann í leiknum og Haukur Heiðar verður frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Þór, en aðrir eru
heilir og til i þennan slag eins og sjá má af orðum Andra Fannars hér að ofan.
Leikurinn hefst kl 14 og við hvetjum KA menn að mæta og styðja liðið vel og hressilega.
Áfram KA.
GN