Þegar liðin mættust síðast í kapp leik, 11, júní síðastliðin
á Akureyrarvelli, höfðu okkar menn betur 1-0. En á þeim tímapunkti sátu Haukar á toppnum. Það var hinn eini sanni David Disztl sem
tryggði KA sigurinn með sínu fyrsta marki fyrir liðið.
Alls hafa liðin mæst sjö sinnum í deildarkeppni,
KA hafa unnið 4
Haukar 1
og tvisvar hafa liðin skilið jöfn, en báðir þeir leikir fóru fram að Ásvöllum.
Haukar
Haukarnir hafa spilað vel á þessari leiktíð og verið frekar stöðugir bæði heima og að heiman, liðið hefur verið
í toppsætunum allt tímabilið og situr nú sem stendur í 2.sæti, 5 stigum fyrir ofan okkar menn.
Það vekur athygli að liðið hefur aðeins tapað einum leik gegn toppliðunum á tímabilinu og var það gegn okkar mönnum,
Þjálfarar og fyrirliðar spáðu liðinu 6.sæti í deildinni í ár, en liðið hefur sýnt það í ár að
það á heima mun ofar en það. Haukarnir hafa verið sterkir varnarlega í sumar og hafa aðeins fengið á sig 18 mörk en aðeins KA hafa
fengið á sig færri mörk, þeirra sterkasti varnarmaður Þórhallur Dan Jóhansson
Styrkleikar: Haukar hafa mikla
reynslu varnarlega og eru með ágætis blöndu af reynsluboltum og svo ungum sprækum leikmönnum í sínu liði. Sérstaklega góður
reynsluskammtur aftarlega á vellinum. Liðið getur spilað ansi vel saman þegar það dettur í gírinn enda með samheldinn hóp og flestir
leikmanna spiluðu upp 2. flokkinn hjá Haukum.
Veikleikar: Breiddin gæti orðið vandamál enda er hún ákaflega lítil og liðið má vart við neinum skakkaföllum. Ekki er
mjög mikill hraði í vörninni og gætu þeir lent í vandræðum gegn snöggum sóknarmönnum. Eftir góða byrjun í fyrra
þá hrundi leikur liðsins og ljóst að meiri stöðugleika þarf í liðið.
Þjálfari: Andri Marteinsson er að sigla inn í sitt þriðja tímabil með liðið. Hann náði mjög góðum árangri
á fyrsta tímabili sínu og vann 2. deildina. Á síðasta tímabili má síðan segja að liðið hafi lokið keppni á pari,
hafnaði í sjötta sæti deildarinnar. Andri er 43 ára og er einn af leikjahæstu mönnum efstu deildar frá upphafi en hann lék yfir 200 leiki
í deildinni með liðum eins og Fylki, KR, FH og Víkingi og þá lék hann einnig 20 A-landsleiki.
Lykilmenn: Þórhallur Dan Jóhannsson, Hilmar Trausti Arnarsson og Hilmar Geir Eiðsson.
KA
Með sigri á Aftureldingu náðu KA menn að koma sér aftur í toppbaráttuna og sitja nú í 4.sæti 9 stigum á eftir Selfoss á toppnum. KA hefur nú sigrað tvö leiki í röð og hafa komið sér aftur á beinu brautina eftir aldeilis slakan kafla í seinni hluta Júlí mánaðar. Nú eru aðeins 6 leikir eftir á móti, Haukum úti, ÍA heima, Víking ó heima, ÍR úti, Víking R heima og síðasti leikurinn verður úti leikur gegn HK. Það er alveg ljóst að 4 af þessum 6 leikjum verða hörkuleikir og er því mikilvægt að ná að ná 3 stigum úr öllum leikjunum ef Pepsi deildar sætið á að verða að veruleika á næsta ári.
Guðmundur Óli spilar ekki með liðinu gegn Haukum en hann þarf að taka út leikbann vegna 4 gula spjalda, Þá er óvíst með þáttöku Túfa það sem eftir er af tímabilinu, en miðjumaðurinn sterki meiddist gegn Selfoss um miðjan Júlí og hefur hann ekkert æft síðan þá.
17.umferð
þri. 18. ágú. 09 18:00 Fjarðabyggð - Víkingur R. Eskifjarðarvöllur
þri. 18. ágú. 09 19:00 Afturelding - ÍR Varmárvöllur
þri. 18. ágú. 09 19:00 Leiknir R. - HK Leiknisvöllur
þri. 18. ágú. 09 19:00 ÍA - Víkingur Ó. Akranesvöllur
þri. 18. ágú. 09 19:15 Þór - Selfoss Þórsvöllur
Þorvaldur Árnason verður með flautuna í leiknum og honum til aðstoðar verða þeir Þórður Már Gylfason og Haukur Erlingsson
-Jóhann Már