Í dag, föstudaginn 5.júní fara KA-menn suður og mæta Aftureldingu í Mosfellsbænum í fimmtu umferð íslandsmótsins. Leikurinn
hefst kl. 20:00
Afturelding:
Afturelding höfnuðu í öðru sæti í annari deild í fyrra og komust þar með upp, og þar af leiðandi er þeim eðlilega
spáð basli í deildinni, eða 10 sæti. Leikmannahópur þeirra er mjög lítið breyttur frá síðasta tímabili nema
það að einn af þeirra sterkari leikmönnum, Tómas Joð gekk til liðs við Fylki.
En á undirbúningstímabilinu áttu þeir í miklu basli og töpuðu öllum sínum leikjum, meðal annars gegn KA. Ólafur
Ólafsson er á leið í sitt fjórða tímabil með liðið og hefur reynst Aftureldingu öflugur.
Afturelding eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki. Þeir byrjuðu á góðum útisigri fyrir austan gegn
Fjarðabyggð og svo kom tap gegn

Víking Ó, jafntefli gegn Haukum og nú síðast tap gegn ÍA á skaganum. Liðið er komið yfir
á grasvöll eftir að leikir þeirra í fyrra fóru allir fram á gervigrasi.
KA:
KA eru í 4. sæti deildarinnar eftir fjóra leiki með sex stig og þau komu í sigurleik gegn Þór og jafnteflisleikjum gegn Leikni, Fjarðabyggð
og Selfoss. Liðið hefur verið að spila ágætlega en vantaði svolítið að nýta færin eins og gegn þriðju deildar liðinu
Dalvík/Reyni þar sem KA þurftu framlengingu til að vinna leikinn og þá nýttust loks færin.
Eftir fjóra leiki hafa KA menn ekki tapað sem er gleðiefni en þar var vissulega hægt að snúa eitthvað af þessum jafnteflum í sigur.
Það yrði sterkt að fá þrjú stig á morgun upp á framhaldið og vonandi að KA-menn sýni sitt rétta andlit og komi með
þrjú stig heim norður á föstudaginn.
Afturelding - KA, föstudaginn 5.júní kl.20:00!
Dómari: Hans Kristján Scheving
Aðstoðardómarar: Ingvar Örn Gíslason og Páll Júlíusson
Aðrir leikir í fimmtu umferðinni:
Fjarðabyggð-ÍR
Þór-HK
Selfoss-Víkingur Ó
Haukar-ÍA
Leiknir R-Víkingur R
Myndin er úr leik liðanna í vetur.
-Aksentije Milisic