Upphitun: Breiðablik - KA

Í kvöld leika okkar menn gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 18:00.

Breiðablik:
Liðið er sem stendur í 5. sæti í Landsbankadeildinni, þeir hafa unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli og tapað tveim. Í síðasta leik vann liðið bikarmeistara FH 4-1 og segir það margt um styrkleika liðsins. Liðið hefur oft á tíðum verið að spila glimrandi fallegan sóknarbolta og hafa Prince Rajcomar og Nenad Zivanovic verið iðnir við kolan í markaskorun.

Einnig er vert að minnast á tvo reynslubolta, þá Marel Jóhann Baldvinsson og Arnar Grétarsson en þeir hafa báðir spilað fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd og kunna sitthvað fyrir sér í boltanum.

Sumarið hjá Breiðablik hefur einkennst af óstöðugleika milli leikja. Liðið er vel fært um að sigra hvað lið sem er á landinu en stundum hafa hlutirnir ekki gengið sem skyldi hjá þeim og þeir hafa átt í basli með lakari lið. Þjálfari liðsins er Ólafur Helgi Kristjánsson en hefur þjálfað liðið í 2 og hálft ár. Þar áður hafði hann þjálfað lið AGF í Danmörku og síðan Fram.

KA:
Liðið er í 8. sæti 1.deildar og hefur átt misjöfnu gengi að fagna. Síðasta leikur var gegn toppliði ÍBV og þar beið liðið lægri hlut gegn Eyjamönnum. KA sigraði Magna á leið sinni í 32-liða úrslit 3 - 0 á Grenivík.

Núna fær ungt KA lið að sýna hvað í því býr gegn sterku úrvalsdeildarliði. Mörg óvænt úrslit hafa gerst í gegnum tíðina í bikarnum en þar skiptir líka gamla góða dagsformið gríðarlega miklu máli og það skiptir engu máli hvað liðinn hafa gert á tímabilinu heldur hvort liðið sigrar leikinn og kemst áfram. Leikurinn á morgun verður vonandi frábær skemmtun og efast ég ekki um að leikmönnum liðsins hlakki virkilega til að taka vel á úrvalsdeildarlið Breiðabliks.


Breiðablik - KA, Kópavogsvöllur, VISA-bikar karla – 18:00, fimmtudaginn 19. júní

Dómari: Eyjólfur M Kristinsson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Smári Stefánsson
Eftirlitsmaður: Ingi Jónsson

- aðalsteinn halldórsson