Í dag mætast KA og Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli og eru allir KA menn sem hafa tök á því að mæta að fjölmenna austur og
styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst klukkan 20.00.
Fjarðabyggð:
Lið Fjarðabyggðar situr í 9. sæti í deildinni og hafa unnið tvo leiki, gert jafntefli í

fimm leikjum og biðið lægri hlut
fjórum sinnum. Heimavöllur liðsins hefur ekki verið jafn sterkur og síðasta sumar og liðið aðeins unnið einn heimaleik og það var gegn
KS/Leiftri 30. maí en það var jafnframt síðasti sigurleikur þeirra í deildinni. Sveinbjörn Jónasson hefur verið iðinn við kolan
í sumar og skorað 6 mörk í deildinni en hann og Guðmundur Atli Steinþórsson hafa verið sterkir fyrir þá í sumar. Síðan
má ekki gleyma gömlu kempunni Vilberg Marinó Jónassyni sem hefur verið duglegur að skora eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Síðast þegar liðinn mætust í fyrsta leik mótsins náði Fjarðabyggð að jafna undir lokinn eftir að KA hafði verið betri
aðilin og átt fleiri marktilraunir. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Fjarðabyggð sem þarf á sigri að halda ætli liðið
sér ekki að lenda í fallbaráttu.
Undanfarnir leikir:
Fjarðabyggð 2 - 2 Víkingur R. |
Vilberg Marínó Jónasson, Sveinbjörn Jónasson |
Selfoss 4 - 1 Fjarðabyggð |
Sveinbjörn Jónasson |
Víkingur Ó. 0 - 0 Fjarðabyggð |
|
Fjarðabyggð 1 - 2 Stjarnan |
Guðmundur Atli Steinþórsson |
Fjarðabyggð 0 - 2 FH |
|
KA:
Síðustu tveir leikir hafa hafa tapast á loka andartökum leikjanna og hefur það verið gífurlega svekkjandi fyrir liðið. En það þarf
bara að rífa sig upp. Deildin er hálfnuð og sitjum við í 6. sæti deildarinnar sem eru vonbrigði miðað við spilamennsku og getu liðsins og er
nauðsynlegt fyrir liðið að fara að hala inn stigum á útivöllum ef liðið ætlar sér að gera betur. Leikurinn á morgun er afar
mikilvægur upp á framhaldið að gera og þurfum við nauðsynlega á stigum að halda til þess að hellast ekki úr lestinni.
Undanfarnir leikir:
12. júlí |
Víkingur Ó. 2 - 1 KA |
Almarr O. |
6. júlí |
KA 0 - 1 Stjarnan |
|
27. júní |
Þór 0 - 1 KA |
Arnar Már |
22. júní |
KA 6 - 0 Leiknir R. |
Guðmundur, Andri, Dean 2, Almarr 2 |
19. júní |
Breiðablik 1 - 0 KA |
|
Fjarðabyggð - KA , Eskifjarðarvöllur - 20:00, fimmtudaginn 17. júlí
Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Magnús Ástþór Jónasson
Eftirlitsmaður: Ingólfur Hafsteinn Hjaltason
Aðrir leikir í tólftu umferð:
fimmtudagurinn 17. júlí
Leiknir R. - ÍBV
Víkingur Ó. - Haukar
Selfoss - Víkingur R.
Stjarnan - Njarðvík
KS/Leiftur - Þór
- Aðalsteinn Halldórsson