Upphitun: Fjarðabyggð - KA

Í dag mætast KA og Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli og eru allir KA menn sem hafa tök á því að mæta að fjölmenna austur og styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst klukkan 20.00.

Fjarðabyggð:
Lið Fjarðabyggðar situr í 9. sæti í deildinni og hafa unnið tvo leiki, gert jafntefli ífimm leikjum og biðið lægri hlut fjórum sinnum. Heimavöllur liðsins hefur ekki verið jafn sterkur og síðasta sumar og liðið aðeins unnið einn heimaleik og það var gegn KS/Leiftri 30. maí en það var jafnframt síðasti sigurleikur þeirra í deildinni. Sveinbjörn Jónasson hefur verið iðinn við kolan í sumar og skorað 6 mörk í deildinni en hann og Guðmundur Atli Steinþórsson hafa verið sterkir fyrir þá í sumar. Síðan má ekki gleyma gömlu kempunni Vilberg Marinó Jónassyni sem hefur verið duglegur að skora eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Síðast þegar liðinn mætust í fyrsta leik mótsins náði Fjarðabyggð að jafna undir lokinn eftir að KA hafði verið betri aðilin og átt fleiri marktilraunir. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Fjarðabyggð sem þarf á sigri að halda ætli liðið sér ekki að lenda í fallbaráttu.

Undanfarnir leikir:
Fjarðabyggð 2 - 2 Víkingur R. Vilberg Marínó Jónasson, Sveinbjörn Jónasson
Selfoss 4 - 1 Fjarðabyggð Sveinbjörn Jónasson
Víkingur Ó. 0 - 0 Fjarðabyggð
Fjarðabyggð 1 - 2 Stjarnan Guðmundur Atli Steinþórsson
Fjarðabyggð 0 - 2 FH


KA:
Síðustu tveir leikir hafa hafa tapast á loka andartökum leikjanna og hefur það verið gífurlega svekkjandi fyrir liðið. En það þarf bara að rífa sig upp. Deildin er hálfnuð og sitjum við í 6. sæti deildarinnar sem eru vonbrigði miðað við spilamennsku og getu liðsins og er nauðsynlegt fyrir liðið að fara að hala inn stigum á útivöllum ef liðið ætlar sér að gera betur. Leikurinn á morgun er afar mikilvægur upp á framhaldið að gera og þurfum við nauðsynlega á stigum að halda til þess að hellast ekki úr lestinni.

Undanfarnir leikir:
12. júlí Víkingur Ó. 2 - 1 KA Almarr O.
6. júlí KA 0 - 1 Stjarnan
27. júní Þór 0 - 1 KA Arnar Már
22. júní KA 6 - 0 Leiknir R. Guðmundur, Andri, Dean 2, Almarr 2
19. júní Breiðablik 1 - 0 KA


Fjarðabyggð - KA , Eskifjarðarvöllur - 20:00, fimmtudaginn 17. júlí

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Magnús Ástþór Jónasson
Eftirlitsmaður: Ingólfur Hafsteinn Hjaltason

Aðrir leikir í tólftu umferð:
fimmtudagurinn 17. júlí
Leiknir R. - ÍBV
Víkingur Ó. - Haukar
Selfoss - Víkingur R.
Stjarnan - Njarðvík
KS/Leiftur - Þór

 - Aðalsteinn Halldórsson