Í kvöld mætast KA-menn og Haukar á gervigrasinu að Ásvöllum í Hafnarfrði, leikurinn fer fram kl
19:15 og
hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að kíkja á leikinn og styðja sína menn til sigurs.
Haukar:
KA mætti Haukum í 4.umferð og fóru með 2-1 sigur að hólmi þar sem

Guðmundur Óli og Þórður Arnar
skoruðu mörk KA. Það var hins vegar Denis Curic sem skoraði mark Hauka. Denis Curic hefur alls skorað 9 mörk í sumar og er markahæsti leikmaður
Hauka.
Haukar eru í 4.sæti með 24 stig, 11 stig á heimavelli og 13 á útivelli. Haukamenn unnu góðan sigur í síðustu umferð gegn
Víking R 2-1 þar sem Hilmar Trausti Arnarsson og Marco Kirsch skoruðu mörk Haukamanna. Liðið býr yfir efnilegum drengjum en inn á milli má
finna reynslubolta eins og Þórhall Dan Jóhannsson.
Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir Haukamenn ef þeir ætla að eiga möguleika á því að komast upp en þeir eru nú 7
stigum á eftir Selfyssingum sem er í 2.sæti.
KA:
Enn hefur KA ekki fengið nema 4 stig á útivelli, 1 gegn Fjarðarbygg og 3 stig

gegn Þór. Nú á dögunum
fór Guðmundur Óli aftur til Völsungs en Guðmundur hafði tekið þátt í 13 leikjum og skorað 3 mörk. KA-menn fengu þó
mann í hans stað, Andri Júlíusson kom á láni frá ÍA og mun hann væntanlega spila sinn fyrsta leik í dag.
KA er með 16 stig eins og Þór og Fjarðabyggð, með 18 stig eru svo Víkingur Ó og Víkingur R. Það er mikill pakki í kringum okkur og
það væri fínt að
losna frá honum og sigur í þessum leik væri góð byrjun á því.
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Aðstoðardómarar: Gunnar Jarl Jónsson og Oddbergur Eiríksson
Eftirlitsmaður: Þórður Ingi Guðjónsson