Á morgun, sunnudaginn 21.júní fara KA-menn til Akraness og mæta ÍA. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Akranesvelli.
Rútuferð verður á leikinn og hægt er að kaupa sér far með rútunni sem flytur liðið en það kostar aðeins 1.000 kr.
ÍA: Skagamenn hafa ekki staðið undir væntingum það sem af er tímabili. Þeir byrjuðu tímabilið
vægast sagt mjö

g illa og eru
núna sem stendur í áttunda sæti með sjö stig, en þeim var spáð toppsætinu af fyrirliðum og þjálfurum á
fotbolti.net.
Þeir hafa tapað þrem leikjum, gegn Þór, Fjarðabyggð og Haukum og sigrað tvo gegn Aftureldingu og nú síðast Víking
Ólafsvík og gert svo eitt jafntefli gegn Leikni R.
Frá síðasta tímabili hafa þó nokkrar breytingar orðið á leikmannahópi ÍA. Andri Júlíusson er snúinn aftur til
ÍA eftir að hafa verið á láni hjá KA og svo hafa þeir fengið Halldór Jón frá Tindastól og Gísla Freyr frá
Víking Ólafsvík svo eitthvað sé nefnt. Jón Vilhelm Ákason hefur ákveðið að vera áfram hjá ÍA þrátt
fyrir áhuga frá liðum í efstu deild. Stefán Þór Þórðason er farinn frá liðinu til Vaduz, hinn ungi og efnilegi Björn
Bergmann er farinn til Lilleström og allir þrír króatarnir sem voru hjá liðinu eru horfnir á braut. Síðan fór Árni Ingi Pjetursson
til Gróttu.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að fara í gegnum sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfarar. Þeir tóku við liðinu af Guðjóni
Þórðarsyni í fyrra en þá var það í virkilega erfiðri stöðu. Ekki tókst þeim að bjarga liðinu
frá falli.
KA: KA menn virðast vera komnir á gott ról og hafa unnið þrjá leiki í röð. Tvo í VISA

-Bikarnum gegn Dalvík/Reyni og Aftureldingu og svo Hauka.
KA situr í 4. sæti deildarinnar, 6 stigum á eftir toppliði Selfoss. Liðið hefur ekki enn tapað leik Liðið er farið að skora mörk
sem er mjög jákvætt en það hefur reynst liðinu erfitt framan af. David Disztl er nú kominn með þrjú mörk í tveimur leikjum og
vonandi að hann sé kominn í gang því liðinu vantar svo sannarlega markaskorara.
Liðið spilaði ekki vel gegn Haukum en vann og það er merki um styrkleika og sigur gegn ÍA á morgun myndi vera mjög mikilvægur því
þá væru KA að stimpla sig í toppbaráttuna.
ÍA-KA, Akranesvöllur kl.16:00 á morgun, sunnudag!
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Aðstoðardómarar: Ingvar Örn Gíslason og Þorsteinn Sigumundarson
-Aksentije Milisic