Á morgun, laugardag, fara strákarnir til Vestmannaeyja og etja kappi við topplið ÍBV. Ljóst er að leikurinn verður virkilega erfiður enda Eyjamenn
efstir með fullt hús stiga. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Hásteinsvelli.
ÍBV:
Eyjamönnum var spáð 2. sæti spá af fyrirliðum og þjálfurum núna rétt fyrir mót.

Í sumar hafa ÍBV verið í algjörum sérflokki
í 1. deildinni og eru með fullt hús stiga. Liðið er búið að skora 15 mörk og fá aðeins eitt mark á sig í sex leikjum.
Heimavöllur Eyjamanna hefur reynst þeim drjúgur í gegnum tíðina og er þetta tímabil enginn undantekning.
Vörn liðsins er firnasterk og hefur aðeins einu liði tekist að skora gegn henni en það gerði Þórhallur Hinriksson úr víti í
síðustu umferð. Sóknarleikur þeirra er einnig framúrskarandi en þar ber helst að nefna þá Atla Heimisson og Augustine Nsumba. Milli stanganna
stendur síðan reynsluboltinn Albert Sævarsson sem þarf vart að kynna en hann varði mark Grindvíkinga um árabil og spilaði síðan í
Færeyjum í nokkur ár. Þjálfari þeirra er Heimir Hallgrímsson en hann hefur þjálfað liðið síðastliðinn
þrjú ár.
Síðustu leikir Eyjamanna:
10. júní |
Víkingur R. 1 - 4 ÍBV |
Pétur Runólfsson, Atli Heimisson, Matt Garner, Ingi Ingibergsson. |
6. júní |
ÍBV 3 - 0 Fjarðabyggð |
Bjarni Einarsson, Andri Ólafsson, Augustine Nsumba |
23. maí |
ÍBV 2 - 0 Stjarnan |
Þórarinn Valdimarsson, Augustine Nsumba |
18. maí |
Þór 0 - 2 ÍBV |
Atli Heimisson, Andri Ólafsson |
12. maí |
ÍBV 2 - 0 Leiknir R. |
Atli Heimisson 2. |
KA:
Tímabilið er búið að vera sveiflukennt með meiru og þarf liðið virkilega að hafa fyrir hlutunum ætli þeir sér sigur í Eyjum.
KA hefur ekki gengið vel á Hásteinsvelli í gegnum tíðina og er bara að vona að það verði breyting á því á morgun.
Nokkrir jákvæðir punktar voru í síðasta leik, t.d. sá að varamennirnir áttu stóran þátt í sigrinum og það var
virkilega gaman að sjá Orra Gústafsson og Magnús Blöndal. Elmar og Dean voru ekki með í síðasta leik, Elmar er erlendis en Dínó var
tæpur vegna meiðsla sem hann ætti að vera orðinn heill af núna.
Síðustu leikir KA-manna:
10. júní |
KA 2 - 1 KS/Leiftur |
Ingi Freyr, Magnús Blöndal. |
6. júní |
Njarðvík 1 - 0 KA |
|
3. júní |
Magni 0 - 3 KA |
Norbert 2, Arnar M. |
30. maí |
KA 2 - 1 Haukar |
Guðmundur Óli og Þórður Arnar. |
23. maí |
KA 2 - 2 Selfoss |
Guðmundur Óli og Norbert |
ÍBV - KA, Hásteinsvöllur - 14:00, laugardaginn 14. júní
Dómari: Ólafur Kjartansson
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Ingi Freyr Arnarsson
Aðrir leikir í sjöundu umferð -
laugardaginn 14. júní (14:00)
KS/Leiftur - Haukar
Leiknir R. - Víkingur R.
Þór - Fjarðabyggð
Stjarnan - Víkingur Ó.
sunnudaginn 15. júní (20:00)
Njarðvík - Selfoss
- aðalsteinn halldórsson