Upphitun: ÍR - KA

Næst komandi föstudag ferðast okkar menn suður fyrir heiðar og etja þar kappi við Íþróttafélag Reykjavíkur í Breiðholtinu, leikurinn hefst stundvígslega kl 18:30 og eru allir KA menn sem staddir eru í borg óttans hvattir til að mæta á leikinn og styðja við bakið á sýnu liði.

Fyrri leikur liðanna var vægast sagt frábær skemmtun, alls litu 8 mörk dagsins ljós og voru það KA menn sem voru afkastameiri í markaskorun en þeir skoruðu 5 gegn 3 frá ÍR.  David Disztl skoraði þrennu í leiknum, og þeir Andri Fannar og Bjarni Pálma sitt markið hvor.

ÍR
ÍR-ingar hafa ekki ennþá náð að tryggja sér öruggt sæti í 1.deild að ári, liðið situr í 10 og þriðja neðsta sæti með 23 stig 7 stigum meira en Afturelding sem situr í 11.sæti, þannig það er ljóst að jafntefli myndi trúlega ná að tryggja þeim sæti í deildinni, því markatala þeirra er mun betri en Aftureldingar, En pakkinn er þéttur þarna á botninum og með hagstæðum úrslitum og sigri geta þeir lyft sér alla leið í 7 sæti, þannig en eru nokkur lið í smá hættu.

ÍR var spáð ágætu gengi í sumar eða 8.sæti, sú spá getur ennþá gengið eftir þó svo spila mennskan bendi ekki til þess, en það hefur alveg komist til skila þetta sumarið að liðið getur spilað fótbolta og til að mynda skeindu þeir Haukum 3-0 fyrir rétt rúmum 2 vikum, þannig það er aldrei á vísan að róa með þetta lið.

Styrkleikar:ÍR hefur ágætis breidd og haldið hópnum lítið breyttum síðustu ár. Þeir eru sterkir í skyndisóknum og eru virkilega fljótir að refsa og liðið vann marga leiki í fyrra þó það hafi ekki endilega verið sterkara liðið. Leikmenn eins og Guðfinnur og Árni Freyr geta látið varnarmenn deildarinnar líta út eins og kjána. Leikmannahópurinn er fullur sjálfstrausts.

Veikleikar: Liðið á það til að missa einbeitinguna gegn slakari liðum. Elías Ingi Árnason, markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, er farinn og spurning hvernig það skarð verður fyllt. Ákveðið stemningsleysi hefur verið fyrir liðinu í Neðra-Breiðholti og var mætingin á leiki liðsins í fyrra oft arfadöpur þrátt fyrir frábæran árangur. Þrátt fyrir vel mannaða vörn hefur liðið fengið á sig mörg mörk í vetur.

Þjálfari: Guðlaugur Baldursson hefur náð hreint mögnuðum árangri með liðið. Leið ÍR aftur upp í 1. deildina hefur verið löng en um leið og Guðlaugur tók við kom stökkið stóra. Á sínu fyrsta ári skilaði hann þremur titlum í hús og náði aðaltakmarkinu sem var að koma liðinu upp. Virkilega klókur þjálfari sem nær vel til leikmanna.

Lykilmenn: Valur Úlfarsson, Guðfinnur Þórir Ómarsson og Árni Freyr Guðnason.

KA
Nú þegar KA hafa ekki  að neinu að keppa virðast þeir ætla að hrökkva í gang og vonandi ná þeir að fylgja eftir frábærum sigri á Víking Ólafsvík um liðna helgi,  KA kemst ekki ofar en 3 sæti í deildinni þetta árið og því væri fínt að stefna  á það.

David Disztl kemur inní liðið á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann gegn Víking, en þá var Janez Vrenko úrskurðaður í eins leiks bann fyrir rautt spjald sem hann hlaut gegn Víking.

KA barst frábærar fréttir í vikunni þegar Kristinn Rúnar Jónsson landsliðsþjálfari U-19 tilkynnti hóp sinn fyrir æfingaleiki gegn skotum í september, fréttirnar voru góðar fyrir KA að því leytinu til að tveir í hópnum koma frá KA, þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson.

20. umferð

mán. 31. ágú. 09 18:00 HK - Haukar Kópavogsvöllur 0-2 (0-0) DómararLeikskýrsla  

fös. 04. sep. 09 18:30 Selfoss - Afturelding Selfossvöllur Dómarar    

fös. 04. sep. 09 18:30 Þór - Fjarðabyggð Þórsvöllur Dómarar    

fös. 04. sep. 09 18:30 Víkingur R. - ÍA Víkingsvöllur Dómarar    

lau. 05. sep. 09 14:00 Víkingur Ó. - Leiknir R. Ólafsvíkurvöllur Dómarar  

Dómari leiksins verður Gunnar Sverrir Gunnarsson og honum til aðstoðar verður allavega Haukur Erlingsson en ekki var kominn annar aðstoðardómari þegar upphitun var í vinnslu

-Jóhann Már