Úr leik KA og Hauka í fyrrasumar á Ásvöllum
Í kvöld, fimmtudaginn 11.júní fá KA-menn Hauka í heimsókn. Leikurinn verður spilaður á Akureyrarvelli og hefst kl.19:15.
Haukar: Haukum er spáð sjötta sæti af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar á fotbolti.net, en þeir lentu
einnig í sjötta sæti í fyrra. Lið Hauka er blanda af ungum og sprækum strákum og eldri og reyndari mönnum og þar má nefna
Þórhall Dan Jóhannsson fyrirliða Hauka.
Það hafa verið töluverðar breytingar á leikmannahópi Hauka frá því á síðasta tímabili en þeir hafa fengið
til sín Andra Janusson frá Álftanes sem skoraði mjög grimmt í 3.deildinni í fyrra og er nú þegar kominn með þrjú mörk
í fimm leikjum fyrir Hauka, svo sannarlega góður liðsstyrkur fyrir þá. Þar á móti kemur að þeir misstu Denis Curic sem var
markakóngur þeirra í fyrra og einnig mistu þeir Davíð Ellertsson, Ómar Karl Sigurðsson og Edilon Hreinsson svo eitthvað sé
nefnt.
Á góðum degi geta Haukar unnið hvaða lið sem er og þeir unnu til að mynda ÍBV á undirbúningstímabilinu, þar flestir leikir
Hauka manna voru mjög jafnir.
Nú á þessu tímabili hafa Haukar byrjað tímabilið frábærlega og eru efstir fyrir leikinn gegn KA með 13 stig, fjóra sigra og eitt
jafntefli en þeir hafa unnið ÍA, Víking Ó, Leikni R og Fjarðabyggð en gerðu jaftefli gegn Aftureldingu. Þannig að það er ljóst
að á morgun verður um hörkuleik að ræða. Líkt og í fyrra hafa Haukar byrjað deildina vel en þegar það fór að
líða á tímabilið í fyrra gáfu þeir frekar mikið eftir.
Þjálfari þeirra Hauka manna er Andri Marteinsson en hann er byrjaður á sínu þriðja tímabili með liðinu, en hann kom þeim upp
í fyrstu deildina á sínu fyrsta ári. Þess má einnig geta að Andri er einn af leikjahæstu leikmönnum í efstu deild hér á
landi og hefur einnig spilað tuttugu A landsleiki.
Lykilmenn: Þórhallur Dan Jóhannsson, Hilmar Trausti Arnarsson og Hilmar Geir Eiðsson.
KA: KA menn sitja í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki en þeir hafa gert alls fjögur jafntefli og
unnið einn það sem af er. Liðið hefur aðeins skorað þrjú mörk í þessum fimm leikjum en þar á móti fengið
aðeins á sig eitt. Varnarleikurinn hefur verið að halda mjög vel en eins og menn bjuggust við hefur sóknarleikur liðsins verið vandamál. KA
sigruðu Hauka á síðasta tímabili á Akureyrarvelli og vonandi að þeir haldi upptekknum hætti frá því þá.
Steinn Gunnars, Andri Fannar og Norbert Farkas eru þeir sem eru búnir að skora þessi þrjú mörk fyrir KA og vonandi að þeim fari að fjölga.
Þetta verður leikur sem er mjög erfitt að giska á hvernig fari en það lið sem kemur betur stemmt til leiks sigrar, hér skiptir dagsform
máli.
KA-Haukar, Akureyrarvelli fimmtudaginn 11.júní kl.19:15 !
Dómari: Einar Örn Daníelsson
Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þorleifsson og Bjarni Hrannar Héðinsson
Eftirlitsmaður: Grétar Guðmundsson
Aðrir leikir í sjöttu umferðinni:
Víkingur Ó-ÍA
ÍR-Afturelding
HK-Leiknir R
Víkingur R-Fjarðabyggð
Selfoss-Þór
- Aksentije Milisic