Upphitun: KA - Afturelding (VISA-bikar)

Varnarmenn KA í baráttu við Paul Clapson, framherja Aftureldingar.
Varnarmenn KA í baráttu við Paul Clapson, framherja Aftureldingar.
Á morgun, fimmtudaginn 18. júní  fer fram leikur KA og Aftureldingar  í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli, og hefst kl 18:00
Liðin mættust 5. júní síðastliðin í deildinni, en leiknum lyktaði með 0-0 jafntefli,
Það má búast við hörku leik, en spurning hvort mörkin eigi eftir að standa á sér, enda hvorugt lið verið iðið við kolan í deildinni, en bæði lið búin að skora 4 mörk í 6 leikjum.

Afturelding: Liðið er komið einni umferð lengra í VISA-bikarnum þetta árið, en í fyrra datt það út gegn Víking í 64-liða úrslitum.  Afturelding hefur aðeins tvisvar komist lengra í bikarkeppni á Íslandi en það var þó ekki lengra en bara í 16-liða úrslit. Afturelding hóf leik í bikarnum þetta árið á Ásvöllum en þar lagði liðið ÍH/HV 1-3.

Í deildinni situr Afturelding í 10. sæti með 5 stig, 2 stigum fyrir ofan botnliðin, Leikni frá Reykjavík og Þór.
Leikmannahópur Aftureldingar er svipaður og á síðasta ári, en þeir misstu þó sinn sterkasta leikmann frá í fyrra, Tómas Joð sem var á láni frá fylki en hann var meðal annars í liði ársins í 2.deild í fyrra. Í vor fengu Afturelding liðstyrk frá Fram þegar KA-maðurinn Örn Kató Hauksson skrifaði undir samning, og vonumst við svo sannarlega til að sjá kappann á Akureyrarvelli á morgun.
Leikmenn sem ber að varast: John Andrews, Paul Clapson, Rannver Sigurjónsson.

KA: Í bikarnum hefur KA ávallt sýnt sýnar bestu hliðar og oftar en ekki komist langt í keppninni, þó svo þeir hafi aldrei hampað titlinum. Líkt og Afturelding hófu KA-menn leik í 64 liða úrslitum, þar sem liðið mætto Dalvík/Reyni á Akureyrarvelli, fæðingin var mjög erfið en það hófst að lokum en þó ekki fyrr en í framlenginu, og endaði leikurinn 4-1.

KA situr í 4. sæti deildarinnar, 6 stigum á eftir toppliði Selfoss. Liðið hefur ekki enn tapað leik og enginn leikmaður hefur náð að finna leið fram hjá varnarmönnum né Matus Sandor, síðan Guðmundur Þórarinsson skoraði fyrir Selfoss eftir 19 mínútur í fyrsta leik mótsins, en síðan þá eru liðnar 521 mínútur af fótbolta og meira en mánuður. En á móti kemur að KA hefur ekki heldur fundið margar leiðir framhjá varnarmönnum annarra liða og aðeins skorað 4 mörk. Þess má geta að hinn margumtalaði og umdeildi David Disztl opnaði markareikning sinn fyrir félagið síðastliðinn fimmtudag þegar hann tryggði KA 1-0 sigur á Haukum. Nú vonar maður bara að þessi sterki Ungverji hafi fundið markaskónna og fari að raða inn mörkum fyrir félagið.
Lykilmenn: Matus Sandor, Arnar Már, Dean Martin

Leikurinn byrjar eins og komið var inná kl 18:00 og hvetjum við alla að fjölmenna á leikinn og styðja strákana og að sjálfsögðu verða Vinir Sagga á staðnum og halda uppi stemmingu.

Dómari leiksins verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til aðstoðar verða Jan Eric Jessen og Kristján Tryggvi Sigurðsson.

- Jóhann Már Kristinsson