Á morgun, mánudaginn 1.júní klukkan 17:00 hefja KA menn leik í VISA-Bikarnum. Þetta er önnur umferðin en KA sátu hjá í
þeirri fyrstu og fengu KA-menn Dalvík/Reyni á Akureyrarvelli.
KA :
KA hefur í gegnum árin verið mikið bikarlið og oft komist langt. Liðið hefur byrjað deildina ágætlega og enn ekki tapað í fyrstu
fjórum leikjunum, einn sigur og þrjú jafntefli það sem af er. Í síðasta

leik gegn Fjarðabyggð voru KA menn mun meira með boltan
án þess að skapa sér einhver allmennileg marktækifæri og vonandi mun það ganga betur á morgun.
Ekki má vanmeta Dalvík/Reyni en það þarf eitthvað mikið til að gerast ef KA menn eiga að detta út á morgun.
Dalvík/Reynir:
Dalvík/Reynir spila í 3.deildinni á þessu tímabili alveg eins og á því síðasta. Í fyrra var liðinu spáð
góðu gengi en liðinu gekk ekki vel og þeir komust ekki í útsláttarkeppnina. Nú í ár, er liðinu spáð 2 sæti í
sínum riðli sem er D-riðill og er þeim spáð 3. sæti í útsláttarkeppninni og þar með ekki sæti í 2.deild á
fotbolti.net.
Lið Dalvík/Reynis er skipað nokkrum reynsluboltum á meðal annars er spilandi þjálfari þeirra Jóhann Hreiðarsson sem hefur reynslu úr
efri deildum. Liðinu gekk vel í B-deild lengjubikarsins og aldrei að vita hvað gerist hjá þeim. Í síðasta leik náðu þeir
góðum 4-1 sigri á Leikni F.
KA - Dalvík/Reynir, mánudaginn 1.júní kl.17:00 á Akureyrarvelli!
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Aðstoðardómari nr.1: Bjarni Hrannar Héðinsson
Aðstoðardómari nr.2: Bergsteinn Helgi Helgason
Mynd úr leik liðanna veturinn 2007: Ingi Freyr hefur góðar gætur á sóknarmanni Dalvíkinga.
- Aksentije Milisic