Á morgun, föstudaginn 30. maí, munu Haukar koma í heimsókn og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli kl. 19:15. Vinir Sagga ætla að hittast á
Allanum kl. 17:45 og fara svo snemma á Akureyrarvöllinn og þar verður grillað kl. 18:30.
Haukar:
Haukar voru með KA mönnum í riðli í Lengjubikarnum í vetur, en þar endaði

leikurinn 5-3 í Kórnum í Kópavogi fyrir Haukum í leik
sem KA-strákarnir vilja helst gleyma sem fyrst. Haukamenn komust upp í 1.deildina síðasta sumar, töpuðu ekki leik, skoruðu mikið af mörkum og unnu
deildina því mjög sannfærandi.
Andri Marteinsson, þjálfari Haukamanna, kom liðinu upp í fyrstu deildina á sínu fyrsta tímabili með liðið. Andri er einn af leikjahæstu
leikmönnum efstu deildar með yfir 200 leiki í efstu deild, þar að auki spilaði hann 20 landsleiki fyrir A-landslið Íslands. 
Byrjun Hauka í deildinni:
| Haukar 3 - 1 Víkingur R. | 
23. maí | 
Úlfar Hrafn Pálsson, Davíð Ellertson(víti), Denis Curic | 
| Fjarðabyggð 2 - 2 Haukar | 
18. maí | 
Guðmundur Kristjánsson og Denis Curic | 
| Haukar 1 - 1 Víkingur Ó. | 
12. maí | 
Hilmar Geir Eiðsson | 
  
KA:
 Almarr tekur út seinni leikinn eftir rauða spjaldið gegn Víkingum í annarri

umferð en annars ættu allir aðrir að vera klárir nema Ingi Freyr
sem er tæpur vegna meiðsla. Enn bíðum við eftir fyrsta sigrinum í ár, en KA-menn hafa ekki byrjað vel með tvö jafntefli og eitt tap.
Þetta er þriðji heimaleikurinn í sumar og við verðum að nýta okkur heimavöllinn og þann mikla stuðning sem Vinir Sagga og áhorfendur
hafa verið að sýna liðinu í fyrstu leikjunum.
KA hafa komist yfir í báðum heimaleikjunum en í bæði skiptin misst forskotið niður í jafntefli. Það er vonandi að fyrsti sigurinn komi
á föstudaginn en það verður ekki auðvelt þar sem Hauka menn eru með mjög gott lið. 
Byrjun KA í deildinni:
| KA 2 - 2 Selfoss | 
23. maí | 
Guðmundur Óli, Norbert Farkas | 
| Víkingur R. 3 - 1 KA | 
18.maí | 
Dean Martin | 
| KA 2 - 2 Fjarðabyggð | 
12. maí | 
Arnar Már Guðjónsson, Steinn Gunnarsson | 
KA - Haukar, Akureyrarvöllur - 19:15, föstudaginn 30. maí
Stuðningsmannafélagið Vinir Sagga ætlar að hittast á Allanum kl. 17:45 en þaðan verður farið snemma á
völlinn og grillað á Akureyrarvellinum kl. 18:30. Allir á völlinn!
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Bjarni Hrannar Héðinsson.
Eftirlitsmaður: Rúnar Guðlaugsson
Aðrir leikir í fjórðu umferð:
fimmtudaginn 29. maí -
 Stjarnan 2 - 1 Leiknir R.
Víkingur R. 3 - 0 Njarðvík 
föstudaginn 30. maí -
 Víkingur Ó. - ÍBV
Fjarðabyggð - KS/Leiftur
Selfoss - Þór
- davíð rúnar bjarnason