Þriðjudagskvöldið 14. júlí taka KA-menn á móti HK-ingum, Leikurinn byrjar kl 19:15 og að vanda verður leikið á Akureyrarvelli.
VS
Liðin eru jöfn að stigum í 4 og 5 sæti deildarinnar en KA situr ofar með betri markatölu, leikurinn er því mjög mikilvægur fyrir liðin
sem vilja halda sér í baráttunni um laust sæti í Landsbankadeildinni
Liðin mættust síðast í ágúst 2007, leikurinn var spilaður á Akureyrarvelli og báru HK-ingar sigur úr bítum 0-2.
Völlurinn
Akureyrarvöllur hefur verið heimavöllur KA um áraraðir, völlurinn er að verða eins konar gryfja fyrir aðkomulið, þar sem KA hefur ekki tapað
heimaleik á þessari leiktíð, og hafa aðeins fengið 3 mörk á sig en þau komu öll í einum og sama leiknum, í 5-3 sigri á
ÍR.
Vinir Sagga:
Okkar elskulega stuðningsmanna félag Vinir Sagga hafa mætt á alla heimaleiki KA síðustu 2 tímabil, og hafa á þessu tímabili reynt að
fara á alla útileikina einnig. Þeir eiga alveg hrós skilið fyrir að mæta á alla leiki KA og öskra úr sér líf tóruna.
Það má eiginlega segja það að Saggarnir séu 12. Leikmaður liðsins, Þei

r ná oft á
aðdáunarverðan hátt að brjóta niður andstæðingana og „peppa“ upp KA liðið með einföldum söngvum. Þeir hafa haft
það að venju að hittast á DJ Grill fyrir leiki til að koma sér í stand, Það sama verður uppá teningnum fyrir leikinn gegn HK og
ætla þeir að hittast kl 18:00 á DJ Grill
Og svo hvet ég alla KA-menn að taka undir og syngja með þeim.
HK
Eftir vonbrigði síðasta árs, þegar þeir féllu úr Landsbankadeildinni voru HK-ingar staðráðnir í að koma sér upp strax
aftur og er þeim spáð 2.sæti af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar. En HK-ingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og hafa
komið þó nokkuð á óvart, eftir 10 leiki sitja þeir í 4.sæti með 17.stig 6 stigum á eftir Selfoss á toppnum, Þeir hafa
tapað 3 leikjum gert 2 jafntefli og unnið 5.
HK varð fyrir algjörri blóðtöku í vetur þegar landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson yfirgaf liðið á lánssamningi, en
hann var þeirra langsterkasti leikmaður á síðasta tímabili og hefur varnarleikur liðsins ekki verið til fyrirmyndar og hefur liðið fengið
á sig of mörg mörk, en þeir hafa þá eitthvað til að gleðjast yfir því lánssamningur Gunnleifs rennur út
15.júlí næst komandi og kemur hann þá til baka og klárar tímabilið með HK, þetta verður vægast sagt mikill liðsstyrkur fyrir
þá og mega KA menn þakka fyrir það að hann verður ekki kominn með leikheimil þegar leikur KA og HK fer fram
HK voru ill viðráðanlegir á undirbúnings tímabilinu og unnu til að mynda Keflavík og Fram og gerðu jafntefli við Grindavík.
Þjálfarinn

Rúnar Páll Sigmundsson tók
við liðinu eftir að Gunnar Guðmundsson var látinn taka pokann sinn síðasta sumar. Undir stjórn Rúnars átti HK góðan endasprett
í úrvalsdeildinni þar sem liðið fékk 13 stig úr síðustu 8 leikjum sínum. Með sama stigahlutfalli allt tímabilið hefði
lið HK verið í baráttu um Evrópusæti en slæmt gengi framan af sumri þýddi að þessi stigasöfnun nægði ekki til að
halda liðinu í deildinni.
Leikmenn sem ber að varast
Aron Palmares Ásgrímur Albertsson Finnur Ólafsson
KA
Fyrsti tapleikur liðsins í deildinni varð staðreynd á föstudaginn þegar KA heimsótti Víking Reykjavík, en þetta var annað tap KA
í röð en hitt kom í Visa bikarnum á móti Val, spilamennska liðsins í þessum tveim leikjum er eins og svart og hvítt, þeir
spiluðu frábærlega á móti Val, eins og Atli Eðvaldsson þjálfari Vals sagði „Þetta lið er eitt besta 1. deildarlið sem ég
hef séð, Þetta var eins og alvöru úrvalsdeildarslagur.” En aftur á móti var hljóðið aðeins öðruvísi eftir leikinn
á móti Víking þegar Arnar Már Fyrirliði hafði þetta að segja ,,Ég er hundfúll auðvitað. Við vorum ekki mættir
til leiks í fyrri hálfleik og kláruðum ekki færin í seinni hálfleik, við klúðruðum þessu. Fáum á okkur mark
úr föstu leikatriði sem er alveg til skammar“.
Eftir tapið í Víkinni féll KA niðrum eitt sæti í deildinni og er líkt og HK 6 stigum á eftir Selfoss á toppnum.
Það er alveg ljóst að ef KA ætlar að innbyrða sigur í þessum 6 stiga leik á móti HK verða þeir að spila betur en á
móti Víking, því HK-ingar gefa ekkert eftir. Mikilvægt er að halda áfram að vera vel skipulagðir í vörninni og halda hreinu.
Það má segja það að KA hafi hrokkið í gang hvað markaskorun varðar og hefur David Disztl svo sannarlega fundið markaskónna, en hann hefur
skorað 6 mörk í deildinni og þar á meðal þrennu gegn ÍR í síðasta heimaleik, einnig hefur Andri Fannar fundið leiðir í
markið að undanförnu og hefur hann skorað 2 mörk í síðustu 3 leikjum liðsins.
Þjálfarinn

Dean Martin tók við liðinu
haustið 2007 og hefur hann smátt og smátt byggt upp feikna sterkt og efnilegt lið, þrotlausar æfingar og mikill agi er að skila sér vel því
liðið er í góðu formi og hefur mikið úthald, Dean kom fyrst til KA 23 ára gamall þegar hann yfirgaf West Ham United sumarið 1995 og lék
með liðinu í níu sumur en þess á milli lék hann erlendis og einnig með ÍA árið 1998, árið 2004 var hann seldur til
ÍA, lék hann þar þrjú sumur við góðan orðstýr, en meiðsli settu smá strik í reikninginn hjá Dínó, og
snéri hann svo aftur til KA 2007, þá sem spilandi þjálfari. Í fyrra var hann svo valinn í lið ársins í fyrstu deildinni.
Lykilmenn
Matus Sandor: Ungverjinn er búinn að vera öflugur síðan hann kom til KA, og er klárlega einn besti ef ekki besti erlendi markmaður á Íslandi og er
í hópi þeirra bestu yfir allt. Hann er vítabani mikill og ver flest víti sem koma á hann, eftirminnilegt var þegar hann kláraði ÍBV
í vítaspyrnukeppni fyrir nokkrum árum í Visa bikarnum þegar hann varði allar 3 vítaspyrnur eyjamanna
Arnar Már: Skagamaðurinn gekk til liðs við KA í fyrra frá uppeldisfélagi sínu, ÍA. Arnar var í fyrra valinn besti leikmaður
liðsins og var einnig sá markahæsti.
David Disztl: Framherjinn gekk til liðs við KA í vor, hann byrjaði frekar illa og voru stuðningsmenn KA ekkert gífurlega ánægðir með hann, en
í síðustu leikjum hefur hann verið að finna sitt besta form og verið að skora mikið,
Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Valdimar Pálsson og Kristján Tryggvi Sigurðsson
Eftirlitsmaður: Bragi Bergmann
Aðrir leikir:
þri. 14. júl. 09 18:30 Haukar - Þór Ásvellir
þri. 14. júl. 09 20:00 ÍA - Selfoss Akranesvöllur
þri. 14. júl. 09 20:00 ÍR - Víkingur R. ÍR-völlur
þri. 14. júl. 09 20:00 Afturelding - Leiknir R. Varmárvöllur
Leikurinn hefst eins og fyrr segir kl 19:15 á Akureyrarvelli, og eru allir hvattir til þessa að skella sér á DJ Grill fyrir leik og hita upp með Vinum Sagga
- Jóhann Már Kristinsson