Á morgun mætir KA toppliði ÍBV á Akureyrarvelli og hefst leikurinn klukkan 18.30. KA er sem stendur í 5. sæti á meðan ÍBV vantar
aðeins sex stig til að komast upp.
KA-stuðningsmenn ætla að hittast á Allanum kl. 17:30 og þar verða Vinir Sagga fremstir í flokki áður en haldið verður á
Akureyrarvöll.
ÍBV:
Eyjamenn eru komnir með annan fótinn upp í úrvalsdeildina og þurfa aðeins tvo sigurleiki til að tryggja sér veru meðal þeirra bestu á
næstu leiktíð. Heimavöllur

þeirra
hefur verið ógnarsterkur og hefur ÍBV unnið alla heimaleiki sína í sumar. Liðið hefur sex stiga forskot á Selfoss sem eru í öðru
sæti og virðist fátt benda til þess að liðið sé ekki á leiðinni upp.
Vörn ÍBV er búinn að vera eins og veggur fyrir önnur lið deildarinnar en ÍBV hefur aðeins fengið á sig 9 mörk í allt sumar sem
verður að teljast frábært afrek. Markahæstur í liði ÍBV er Atli Heimisson en hann hefur skorað 10 mörk í deildinni í sumar. En hann
skoraði einmitt gegn KA í fyrri leik liðanna á þessari leiktíð en honum lauk með 1-0 sigri ÍBV.
Síðustu leikir ÍBV:
ÍBV 1 - 0 Víkingur R. |
Yngvi Borgþórsson |
Fjarðabyggð 0 - 1 ÍBV |
Atli Heimisson |
ÍBV 3 - 1 Víkingur Ó. |
Þórarinn Ingi Valdimarsson, Atli Heimisson 2 |
Stjarnan 1 - 0 ÍBV |
|
ÍBV 4 - 1 Þór |
Atli Heimisson 2, Bjarni Hólm, Andri Ólafs. |
KA:
Liðið er í fimmta sæti eftir 17. umferðir og fylgir fast á hæla Hauka í fjórða

sætinu sem eru aðeins einu stigu ofar en við. Síðasti leikur var slakur og var liðið heppið
fara með eitt stig frá Siglufirði. KA hefur heilt yfir gengið vel á heimavelli í sumar og hafa flest stig liðsins komið af heimavelli. Janez Vrenko kemur
aftur inn í hópinn eftir að hafa tekið út leikbann gegn KS/Leiftri. Gaman verður að sjá hvort KA nái að standa í toppliði ÍBV
á morgun.
Síðustu leikir KA:
16. ágúst |
KS/Leiftur 0 - 0 KA |
|
12. ágúst |
KA 2 - 1 Njarðvík |
Arnar Már, Elmar Dan |
7. ágúst |
Haukar 0 - 1 KA |
Arnar Már |
29. júlí |
Selfoss 2 - 1 KA |
Andri Fannar |
21. júlí |
KA 1 - 1 Víkingur R. |
Gyula Horvarth |
KA - ÍBV, Akureyrarvöllur - 18:30, fimmtudaginn 21. ágúst
Dómari: Einar Örn Daníelsson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnarsson og Marinó Steinn Þorsteinsson
Eftirlitsmaður: Rúnar Guðlaugsson
Aðrir leikir í 18. umferð:
fimmtudaginn 21. ágúst
Víkingur R. - Leiknir R.
Selfoss - Njarðvík
Víkingur Ó. - Stjarnan
laugardaginn 23. ágúst
Haukar - KS/Leiftur
Fjarðabyggð - Þór
- Aðalsteinn Halldórsson