01.07.2009
Í kvöld fá KA menn ÍR-inga í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Leikurinn hefst kl.19.15 á Akureyrarvelli og Vinir Sagga ætla að hita
upp á morgun með því að hittast á DJ-Grill í miðbænum kl.17.30
ÍR: ÍR hafa byrjað deildina með ágætum þetta tímabilið. Þeir sitja í 6.sæti með 4
sigra og 4 töp, allt í allt 12 stig.
Þeim var spáð 8 sæti af fyrirliðum og þjálfurum á fotbolti.net. Töluverðar breytingar hafa verið frá leikmannahópnum
frá síðasta tímabili hjá ÍR-ingum en þeir misstu Elías Inga Árnason þeirra helsta markaskorara, til ÍBV og svo hélt Ingi
Sveinsson til Þróttar. Á hinn bóginn hafa þeir hinsvegar fengið til sín Val Úlfarsson frá Víking R og Ágúst Bjarna
Garðarsson á láni frá Val svo eitthvað sé nefnt. ÍR eru lið sem geta komið á óvart hvenær sem er og er aldrei hægt að
bóka sigur gegn þeim. Þeir hafa nú þegar komið norður og sótt þrjú stig í sumar en þá löggðu þeir
Þórsara 1-2. Árni Freyr Guðnason hefur skorað mest hjá ÍR þetta sumarið eða alls 6 mörk, en yfir heildina hafa ÍR skorað 15
mörk sem verður að teljast nokkuð gott en hinsvegar hafa þeir fengið næstflest mörk á sig í deildinni, eða alls 18.
Sigur fyrir ÍR í kvöld yrði mjög mikilvægur fyrir liðið að lyfta sér hærra upp á töfluna því deildin er mjög
jöfn og nokkrir slakir leikir getur skilað liði beint í botnbaráttuna en nokkrir góðir leikir beint í toppbaráttuna. Í síðasta
leik ÍR-inga töpuðu þeir heima fyrir Skagamönnum 0-2 og vilja eflaust bæta upp fyrir það með góðum leik í kvöld.
KA: Leikurinn í kvöld fyrir KA menn er gríðalega mikilvægur. Sigur gæti komið þeim í 2.sætið
tímabundið allavega, svo leikurinn í kvöld skiptir miklu máli fyrir toppbaráttuna. KA hafa verið á mjög góður skriði undanfarið
og hafa unnið síðstu 4 leiki af 5 í deild og bikar. Einnig eru KA menn eina liðið í fyrstu deildinni í sumar sem ekki hafa tapað leik og hafa
fengið lang fæst mörk á sig, aðeins 2. KA hafa reyndar aðeins skorað 9 mörk í deildinni en það virðist allt vera koma til og David Dizstl
er búinn að vera á skotskónum í undanförnum leikjum sem er ekkert nema gott. Vörnin hefur verið stórgóð í sumar og vonandi
að KA menn haldi á sama skriði og þá er aldrei að vita hvað gerist.
KA-ÍR Í kvöld kl.19:15 á Akureyrarvelli !
Dómari: Hans Kristján Scheving
Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Bjarni Hrannar Héðinsson.
Aðrir leikir í 9.umferðinni :
ÍA-Vikingur R
Leiknir R-Víkingur Ó
Fjarðabyggð-Þór
Haukar-HK
Afturelding-Selfoss
-Aksentije Milisic