Í kvöld taka okkar menn á móti sameinuðu liði og nýliðum KS/Leifturs á Akureyrarvellinum en leikurinn hefst kl. 19:15.
Liðin mættust þrívegis í vetur, fyrst í æfingaleik í byrjun janúar sem fór 7-3 fyrir KA-mönnum. Skömmu síðar unnu
KS-ingar svo 2-1 í Powerademótinu en u.þ.b. mánuði fyrir mót burstuðu KA-menn þá 7-1 í Lengjubikarnum.
KS/Leiftur:

KS/leiftri var
spáð 12. og neðsta sæti í 1.deildinni af fyrirliðum og þjálfurum núna rétt fyrir mót. KS/Leiftur eru sem stendur í
11.sæti með 2 stig eftir 5 leiki. Þrátt fyrir að vera með aðeins 2 stig hafa þeir verið nálægt því að næla í 3
stig eða stig í tapleikjum. Sem dæmi má nefna leik gegn Þór í fyrstu umferð þar sem þeir lentu 2-0 undir en náðu að
jafna í 2-2 einum færri og voru óheppnir að fá mark á sig undir lok leiksins.
KS/Leiftursmenn komust upp úr 2.deildinni siðasta sumar á fyrsta ári undir stjórn Ragnars Haukssonsar og það varð til þess að hann var valinn
þjálfari ársins í 2.deild ásamt því að vera í liði ársins. Ragnar sem spilar einnig með liðinu hefur verið
lykilmaður í liðinu í mörg ár og það verður erfitt að eiga við hann. Það voru tveir aðrir í liði ársins en
það er markvörður þeirra, Þorvaldur Þorsteinsson, og hinn klóki miðvörður , Sandor Zoltan.
Síðustu leikir KS/Leiftursmanna:
KS/Leiftur 1 - 1 Víkingur R. |
Jóhann Örn Guðbrandsson |
Fjarðabyggð 2 - 1 KS/Leiftur |
Agnar Þór Sveinsson |
KS/Leiftur 0 - 0 Víkingur Ó. |
|
Stjarnan 2 - 1 KS/Leiftur |
Sjálfsmark mótherja |
Þór 3 - 2 KS/Leiftur |
Gabríel Reynisson 2. |
KA: 
Eftir góðan sigur á Haukum kom slæmt tap gegn Njarðvík. KA er í 9.sæti með aðeins 5 stig en það er nóg eftir af mótinu
og getur þetta lið unnið hvaða lið í deildinni á góðum degi. Liðið hefur skorar 7 mörk í 5 leikjum sem verður að teljast
ágætt en fengið á sig 9 mörk sem er ekki gott.
KA hafa verið að spila fínan fótbolta á köflum en þar inn á milli virðist allt detta niður og hafa fengið allt of mikið af
klaufamörkum á sig. Það er vonandi að liðið eigi góðan dag í dag og taki öll stigin og komi sér í betri stöðu í
deildinni.
Síðustu leikir KA-manna:
6. júní |
Njarðvík 1 - 0 KA |
|
3. júní |
Magni 0 - 3 KA |
Norbert 2, Arnar M. |
30. maí |
KA 2 - 1 Haukar |
Guðmundur Óli og Þórður Arnar. |
23. maí |
KA 2 - 2 Selfoss |
Guðmundur Óli og Norbert |
18. maí |
Víkingur R. 3 - 1 KA |
Dean Martin |
KA - KS/Leiftur, Akureyrarvöllur - 19:15, þriðjudaginn 10. júní
Dómari: Ólafur Ragnarsson
Aðstoðardómarar: Smári Stefánsson og Bjarni Hrannar Héðinsson
Eftirlitsmaður: Grétar Guðmundsson
Aðrir leikir í sjöttu umferð:
þriðjudaginn 10. júní
Fjarðabyggð - Leiknir R.
Víkingur R. - ÍBV
Víkingur Ó. - Þór
Haukar - Njarðvík
Selfoss - Stjarnan
Allir á völlinn!
- davíð rúnar bjarnason