Upphitun: KA - Leiknir

Í dag mætast lið KA og Leiknis Reykjavíkur á Akureyrarvelli klukkan 16.00 og þarf liðið virkilega á stuðning áhorfenda á að halda. Vinir Sagga ætla að hita upp á Allanum klukkan 15.00 en þar verða þeir með nýja sendingu af bolum í sölu. Allir á völlinn!

Leiknir R.:
Leiknir hefur ekki náð að fylgja eftir góðum árangri frá síðustu leiktíð og eru í 11. sæti, búnir að sigra einn, tapa fjórum og gera tvö jafntefli. Þó er liðið búið að sækja í sig veðrið eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og hefur ekki tapað deildarleik síðan 29. maí gegn Stjörnunni 2 - 1. Leiknir datt út í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins á dögunum líkt og KA. En liðið beið lægri hlut fyrir ÍBV 2 - 0.

Jakob Spangsberg leikmaður þeirra er búinn að vera þeim býsna mikilvægur í deildinni en hann hefur skorað 5 af 8 mörkum þeirra það sem af er sumrinu. Einnig fékk Leiknir góðan liðstyrk þegar varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson kom til baka úr láni frá bikarmeisturum FH þann 27. maí. Leiknis liðið er seigt og hefur verið stígandi í leik liðsins að undanförnu.

Þjálfari þeirra er Garðar Gunnar Ásgeirsson og er hann stýra liðinu sitt fjórða tímabil. Hann kom þeim upp úr 2. deildinni á sínu öðru tímabili og hélt því síðan í 1. deildinni. Hann hætti síðan með liðið eftir tímabilið 2006 en tók aftur við stjórnartaumunum fyrir þetta tímabil.

Undanfarnir leikir:
ÍBV 2 - 0 Leiknir
Leiknir 1 - 0 Víkingur R. Rune Koertz
Fjarðabyggð 2 - 2 Leiknir Halldór Kristinn Halldórsson, Jakob Spangsberg
Leiknir R. 0 - 0 Víkingur Ó.



KA:
Liðið situr í 8. sæti eftir sjö umferðir, búið að sigra tvo, tapa þremur og gera tvöjafntefli. KA hefur ekki en tapað heimaleik sem er jákvætt en árangurinn á útivelli er skelfilegur og það að liðið sé ekki komið með stig á útivelli er engan veginn nægilega gott. Liðið spilar vel oft á tíðum vel og stjórnar oft leikjum en það vantar bara meiri vilja til að klára leikina alveg og koma þrem stigum hús. Spilamennskan eða hvort liðið var betra telur ekki en það gera stigin. KA þarf virkilega á sigri að halda á morgun og getur sigur fleytt liðinu upp um nokkur sæti á töflunni


Undanfarnir leikir:
19. júní Breiðablik 1 - 0 KA
14. júní ÍBV 1 - 0 KA
10. júní KA 2 - 1 KS/Leiftur Ingi Freyr, Magnús Blöndal
6. júní Njarðvík 1 - 0 KA


KA – Leiknir R, Akureyrarvöllur - 16:00, Sunnudaginn 22. júní

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Jan Eric Jessen og Eðvarð Eðvarðsson
Eftirlitsmaður: Grétar Guðmundsson

Aðrir leikir í áttundu umferð:
sunnudagurinn 22. júní
Fjarðabyggð - Stjarnan
Haukar - ÍBV
Víkingur R. - Þór
Njarðvík - KS/Leiftur
Selfoss - Víkingur Ó.

- Aðalsteinn Halldórsson.